Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2024 13:09 Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankaráð og stjórnendur bankans vilja auka samkeppnishæfni hans og um leið verðmæti fyrir eigendur. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. Greint var frá því á heimasíðu Landsbankans í gær að hann hefði komist að samkomulagi við Kviku banka um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. samkvæmt tilboði frá því á föstudag upp á 26,8 milljarða króna. Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur formanni bankaráðs Landsbankans að málið hafi verið rætt meðal stjórnenda og ráðsins undanfarið. Enda fari tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Landsbankinn er almenningshlutafélag að miklum meirihluta í eigu ríkisins. Almennt samkomulag hefur verið um að bankinn verði áfram í meiriihlutaeigu ríkisins.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem stödd er í útlöndum samkvæmt heimildum fréttastofu brást illa við þessum tíðindum á Facebook síðu sinni strax í gærkvöldi. „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag. Ríkið á að losa um tugi milljarða og umbreyta þeim í samfélagslega innviði sem almenningur nýtur góðs af og byggir undir frekari verðmætasköpun og samkeppnishæfni allra landshluta,“ segir fjármálaráðherra á Facebook. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að ferlinu um kaupin á TM verði haldið áfram.Stöð 2/Sigurjón Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segist sammála fjármálaráðherra um mikilvægi þess að stuðla að samkeppni á fjármálamarkaði. „Það er hvatinn að því að við förum í þessi kaup á TM. Þar sem við erum að stuðla að því að auka verðmæti bankans,“ segir Lilja Björk. Enginn kallað eftir ríkisrekstri á tryggingafélögum Þórdís Kolbrún minnir á fyrirheit í stjórnarsáttmála um að draga eigi úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu og nýta fjármuni sem liggja í slíkum rekstri í uppbyggingu innviða. Hún muni brátt leggja fram frumvarp um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki verða að þessum viðskiptum með hennar samþykki.Stöð 2/Arnar „Kröftum okkar er betur borgið í öðrum fjárfestingum en í tryggingastarfsemi, sem af mér vitandi enginn hefur kallað eftir að sé í ríkisrekstri,“ segir fjármálaráðherra. Ríkisfyrirtæki ætti ekki að kaupa tryggingafélag og hún hafi kallað eftir skýrslu frá Bankasýslunni um þetta mál. „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða," segir Þórdís Kolbrún á Facebook. En hingað til hefur verið miðað við að Landsbankinn yrði í meirihlutaeign ríkisins. Þá hefur ráðherrum, þeirra á meðal Bjarna Benediktssyni fyrrverandi fjármálaráðherra, verið tíðrætt um armlengd ráðamanna frá rekstri fjármálastofnana. Bankasýslan sæi um eignarhlut ríkisins í bönkunum. Bjarni boðaði reyndar síðast liðið haust að Bankasýslan yrði lögð niður með frumvarpi í janúar, sem enn hefur ekki litið dagsins ljós. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudag en Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkisins í bankanum. Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslunnar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Sagði Bankasýsluna vera að vinna í málinu og minntist á ósk fjármálaráðherra um skýrslu. Lilja Björk segir Landsbankann ætla að halda kaupferlinu áfram. Halda verði til haga að Landsbankinn væri ekki ríkisfyrirtæki. „Heldur er almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að huga að því hvernig við getum keppt á þessum markaði og aukið samkeppni. Það er það sem við erum að huga að,“ segir Lilja Björk. Með því að gera Landsbankann verðmætari aukist eign ríkisins í félaginu. Svo er það ríkisins að ákveða hvað það gerir við eign sína í bankanum? „Það er ekki á mínu borði,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Landsbankinn yrði ekki einn um að eiga tryggingafélag því Vörður er í eigu Arion banka. Þá áttu sér stað viðræður í fyrra um samruna Íslandsbanka og Kvikubanka eiganda TM. Þær viðræður runnu hins vegar út í sandinn í lok júní eftir uppákomuna í kringum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Tengdar fréttir „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Greint var frá því á heimasíðu Landsbankans í gær að hann hefði komist að samkomulagi við Kviku banka um kaup á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. samkvæmt tilboði frá því á föstudag upp á 26,8 milljarða króna. Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur formanni bankaráðs Landsbankans að málið hafi verið rætt meðal stjórnenda og ráðsins undanfarið. Enda fari tryggingastarfsemi og rekstur á stórum viðskiptabanka vel saman. Landsbankinn er almenningshlutafélag að miklum meirihluta í eigu ríkisins. Almennt samkomulag hefur verið um að bankinn verði áfram í meiriihlutaeigu ríkisins.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem stödd er í útlöndum samkvæmt heimildum fréttastofu brást illa við þessum tíðindum á Facebook síðu sinni strax í gærkvöldi. „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag. Ríkið á að losa um tugi milljarða og umbreyta þeim í samfélagslega innviði sem almenningur nýtur góðs af og byggir undir frekari verðmætasköpun og samkeppnishæfni allra landshluta,“ segir fjármálaráðherra á Facebook. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að ferlinu um kaupin á TM verði haldið áfram.Stöð 2/Sigurjón Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segist sammála fjármálaráðherra um mikilvægi þess að stuðla að samkeppni á fjármálamarkaði. „Það er hvatinn að því að við förum í þessi kaup á TM. Þar sem við erum að stuðla að því að auka verðmæti bankans,“ segir Lilja Björk. Enginn kallað eftir ríkisrekstri á tryggingafélögum Þórdís Kolbrún minnir á fyrirheit í stjórnarsáttmála um að draga eigi úr eignarhlut ríkisins í fjármálakerfinu og nýta fjármuni sem liggja í slíkum rekstri í uppbyggingu innviða. Hún muni brátt leggja fram frumvarp um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segir ekki verða að þessum viðskiptum með hennar samþykki.Stöð 2/Arnar „Kröftum okkar er betur borgið í öðrum fjárfestingum en í tryggingastarfsemi, sem af mér vitandi enginn hefur kallað eftir að sé í ríkisrekstri,“ segir fjármálaráðherra. Ríkisfyrirtæki ætti ekki að kaupa tryggingafélag og hún hafi kallað eftir skýrslu frá Bankasýslunni um þetta mál. „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða," segir Þórdís Kolbrún á Facebook. En hingað til hefur verið miðað við að Landsbankinn yrði í meirihlutaeign ríkisins. Þá hefur ráðherrum, þeirra á meðal Bjarna Benediktssyni fyrrverandi fjármálaráðherra, verið tíðrætt um armlengd ráðamanna frá rekstri fjármálastofnana. Bankasýslan sæi um eignarhlut ríkisins í bönkunum. Bjarni boðaði reyndar síðast liðið haust að Bankasýslan yrði lögð niður með frumvarpi í janúar, sem enn hefur ekki litið dagsins ljós. Aðalfundur Landsbankans er á miðvikudag en Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkisins í bankanum. Tryggvi Pálsson formaður stjórnar Bankasýslunnar vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Sagði Bankasýsluna vera að vinna í málinu og minntist á ósk fjármálaráðherra um skýrslu. Lilja Björk segir Landsbankann ætla að halda kaupferlinu áfram. Halda verði til haga að Landsbankinn væri ekki ríkisfyrirtæki. „Heldur er almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að huga að því hvernig við getum keppt á þessum markaði og aukið samkeppni. Það er það sem við erum að huga að,“ segir Lilja Björk. Með því að gera Landsbankann verðmætari aukist eign ríkisins í félaginu. Svo er það ríkisins að ákveða hvað það gerir við eign sína í bankanum? „Það er ekki á mínu borði,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Landsbankinn yrði ekki einn um að eiga tryggingafélag því Vörður er í eigu Arion banka. Þá áttu sér stað viðræður í fyrra um samruna Íslandsbanka og Kvikubanka eiganda TM. Þær viðræður runnu hins vegar út í sandinn í lok júní eftir uppákomuna í kringum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Kaup Landsbankans eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabankans.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Tengdar fréttir „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48