„Kvótasetning grásleppu snýst um að tryggja arðsemi“? Örn Pálsson skrifar 18. mars 2024 08:31 Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í frétt RÚV 16. mars um málefni grásleppuveiðimanna er vitnað í Þórarinn Inga Pétursson formann atvinnuveganefndar sem segir að kvótsetning gæti tryggt arðsemi í greininni og bendir á að bátum hafi fækkað mikið síðan 2011. Það er skoðun mín að fækkun báta stafi ekki af því að grásleppan er utan kvóta. Fjöldi á veiðum ræðst af öðrum þáttum. Eftirspurn, leyfilegum heildarafla, væntanlegri veiði og verði sem í boði er. Jafnframt möguleikum til annarra veiða, atvinnuástandi og fleiri þáttum. Þá er ótalið að markaður fyrir afurðina hefur dregist saman um þriðjung á sl. tveimur áratugum og er nú aðeins helmingur sem hann var fyrir 30 árum. Auk þess sem Grænlendingar eru orðnir jafnokar okkar í veiðum. Árin 2020 og 2021 varð offramboð sem olli verðfalli eftir gríðarhátt verð 2019. Veiðar á sl. þrem vertíðum guldu þessa með minni eftirspurn, lágu verði og fækkun báta á grásleppu. Sambærileg dæmi hafa átt sér stað gegnum árin, t.d. 2010, 2011 og 2012, þegar heimsveiðin fór vel umfram eftirspurn. Myndin sýnir fjölda báta á veiðum sl. 20 vertíðir. Í frétt RÚV var mikil áhersla lögð á að koma til skila orðum formanns atvinnuveganefndar: „Að tryggja arðsemi í greininni“. Lykilinn að þeim dýrðarljóma sé að finna í frumvarpinu sem hann hefur mælt fyrir og felur í sér að setja grásleppuna í aflamark. Stjórna veiðunum með kvóta á hvern bát, þar sem aflahlutdeild færi eftir veiðireynslu hvers og eins. Rétt er að vekja athygli á að í fréttinni sagði formaðurinnekki enn vera víst að kvótasetning yrði ofan á. Í máli LS með atvinnuveganefnd 12. mars sl. var vakin athygli á nokkrum torfærum sem nefndin yrði að yfirstíga við ákvörðun um hvort frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Ítrekuð var andstaða LS við frumvarpið sem fram kom í umsögn við það samhliða að bætt vvar við eftirfarandi þáttum. Fyrir Landsrétti er þjóðin í vörn gegn kröfu Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. um að fá greiddar bætur vegna kvótasetningar á makríl. Ef allt fer á versta veg kostar það þjóðina á annan milljarð. Auk þess sem niðurstaðan gæti orðið fordæmisgefandi fyrir aðrar stórútgerðir sem leitt gæti til tíföldunar upphæðarinnar. Nýlegur dómur í Landsrétti sagði seljanda eiga rétt til aflaheimilda í makríl en ekki kaupandi viðkomandi báts. Frumvarpið gæti leitt af sér ómæld vandræði fyrir aðila sem keypt hafa grásleppubáta með veiðireynslu. Fyrir tveimur áratugum ákvað þv. sjávarútvegsráðherra að kvótasetja smábáta þar sem ákveðinn fjöldi daga voru ígildi veiðiheimilda, eins og nú gildir um grásleppuna. Þá var ákveðið að skipta samkvæmt aflareynslu, en jafnframt að tryggja að allir fengju ákveðið lágmark – 15 tonn af óslægðum þorski. Í 75. grein stjórnarskrár hins íslenska lýðveldisins segir: „Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess.“ Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleif að stunda veiðarnar. Að mati Hafrannsóknastofnunar er grásleppanekki ofveidd innan núverandi veiðistjórnunarkerfis. Stjórnunin tryggir öllum grásleppubátum jafnmarga daga til veiða. Fullyrða má að almannahagsmunir krefjist þess ekki að þeir séu sviptir þeim rétti. Í lok fundar atvinnuveganefndar með LS var vakin athygli á nokkrum kostum við núverandi veiðistjórn. Hverju leyfi fylgja jafnmargir dagar til veiða – tryggir jafnræði Veiðarnar bundnar við smábáta – báta minni en 15 brt. Engin veiðiskylda Fjöldi leyfa tryggir nýtingu veiðiheimilda við góð verðtilboð Gefur nýjum aðilum tækifæri á að hefja útgerð Viðheldur áratuga menningu sjávarbyggða Veiðarnar eru sjálfbærar – geta ekki ofveitt stofninn Viðheldur jafnvægi í veiðum smábáta Við þessi skrif fékk ég símtal frá grásleppusjómanni sem hlýtt hafði á frétt RÚV. Hann spurði: Arðsemi fyrir hvern? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun