„Nú er allt orðið vel smurt“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 13:00 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Gosstöðvarnar við Grindavík eru orðnar „vel smurðar“ og útskýrir það að miklu leyti hve lítill fyrirvarinn að eldgosinu í gærkvöldi var. Útlit sé fyrir að eldgosið klárist þegar líður að kvöldi en líklega tekur þá aftur við bið eftir næsta eldgosi. Þetta er meðal þess sem Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Þar fór Ármann yfir stöðuna í eldgosinu og sagði hann meðal annars að virknin væri nú mest í suðurhluta sprungunnar, en einn smærri gígur væri virkur nyrst í henni. „Það hefur dregið svakalega úr gosinu frá því í byrjun,“ sagði Ármann. Um það hve lítill fyrirvarinn var að gosinu segir sagði Ármann að nú væri eldstöðin orðin „vel smurð“ og fólk þyrfti að hafa varann á. Sprungan væri heit og það valdi því að minni læti fylgja því þegar kvikan fer af stað. „Kosturinn er sá að þetta kemur upp í óbyggðum, þó hraunið streymi niður, þá gefur það fólki viðbragðstíma,“ sagði Ármann. „Sem betur fer var hluti garðanna kominn upp suðurfrá.“ Hann sagði að að svo stöddu væri útlit fyrir litla ógn, aðra þá en að hraunið fari yfir Suðurstrandaveg. Gosinu gæti lokið í kvöld Ármann sagði að miðað við þróunina hingað til sé mikið dregið úr krafti eldgossins og ekki sé ástæða til að ætla annað en að eldgosið gæti klárast með kvöldinu. Þá taki mögulega við bið eftir næsta gosi. „Þá hlöðum við aftur byssuna.“ Ármann segir vísbendingar um að byrjað sé að hægja á kvikuflæðinu undir Svartsengi. Þess vegna hafi vísindamenn sagt mögulegt að þessum tilteknu jarðhræringum gæti lokið með haustinu. Hann sagði þó að það þýddi ekki að ástandinu á Reykjanesi yrði lokið. Þess í stað væri talið að jarðhræringarnar færðu sig til vesturs, mögulega að Eldvörpum. „Þar er miklu meira pláss, það er minna stress þar, það er flatara land. Þar er hætt við að gosin geti staðið lengur en þau eru ekki að byggja á þessum litla kvikugeymi sem er undir Svartsengi, og ef kvikan fer að ná beint upp dýpra af, geta gosin staðið lengur, eins og við vorum að sjá í Fagradalsfjalli.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Þar fór Ármann yfir stöðuna í eldgosinu og sagði hann meðal annars að virknin væri nú mest í suðurhluta sprungunnar, en einn smærri gígur væri virkur nyrst í henni. „Það hefur dregið svakalega úr gosinu frá því í byrjun,“ sagði Ármann. Um það hve lítill fyrirvarinn var að gosinu segir sagði Ármann að nú væri eldstöðin orðin „vel smurð“ og fólk þyrfti að hafa varann á. Sprungan væri heit og það valdi því að minni læti fylgja því þegar kvikan fer af stað. „Kosturinn er sá að þetta kemur upp í óbyggðum, þó hraunið streymi niður, þá gefur það fólki viðbragðstíma,“ sagði Ármann. „Sem betur fer var hluti garðanna kominn upp suðurfrá.“ Hann sagði að að svo stöddu væri útlit fyrir litla ógn, aðra þá en að hraunið fari yfir Suðurstrandaveg. Gosinu gæti lokið í kvöld Ármann sagði að miðað við þróunina hingað til sé mikið dregið úr krafti eldgossins og ekki sé ástæða til að ætla annað en að eldgosið gæti klárast með kvöldinu. Þá taki mögulega við bið eftir næsta gosi. „Þá hlöðum við aftur byssuna.“ Ármann segir vísbendingar um að byrjað sé að hægja á kvikuflæðinu undir Svartsengi. Þess vegna hafi vísindamenn sagt mögulegt að þessum tilteknu jarðhræringum gæti lokið með haustinu. Hann sagði þó að það þýddi ekki að ástandinu á Reykjanesi yrði lokið. Þess í stað væri talið að jarðhræringarnar færðu sig til vesturs, mögulega að Eldvörpum. „Þar er miklu meira pláss, það er minna stress þar, það er flatara land. Þar er hætt við að gosin geti staðið lengur en þau eru ekki að byggja á þessum litla kvikugeymi sem er undir Svartsengi, og ef kvikan fer að ná beint upp dýpra af, geta gosin staðið lengur, eins og við vorum að sjá í Fagradalsfjalli.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41 Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir löndun í Grindavík á morgun Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segist ekki sjá ástæðu til annars en að halda sig við áætlanir um löndun inni í Grindavík á morgun. Hann skynji bjartsýni meðal bæjarbúa og segir bjarta framtíð framundan. 17. mars 2024 12:41
Gýs á þremur stöðum og óvissa um styrk gasmengunar Verulega dró úr skjálftavirkni í nótt og mældist nánast engin skjálftavirkni eftir klukkan 3 til morguns. Þá dró einnig úr gósóróa og virkni á gossprungunni eftir því sem leið á nóttina. Gýs nú á þremur stöðum og er virkasti hluti sprungunnar austan við Sýlingarfell, en minni gosop norðar. 17. mars 2024 12:27
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02
Vaktin: Klórgufur og sprengingar nái hraunið út í sjó Hraun flæðir enn frá eldgosi sem hófst milli Skógfells og Hagafells á níunda tímanum í gærkvöldi. Þó hefur dregið töluvert úr virkni og gosrennsli. 17. mars 2024 06:58