Síðasta kynslóðin! Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 17. mars 2024 10:01 Ég vil hugsa um þig, þú hugsar um mig,alla hina einnig.Höldum veislunni gangandi. Þig ég bið að hugsa um mig,því ég vil hugsa um þig, við tengjumst þannig.Verum öll góð við móðurskipið Þannig hefst texti íslenska Amabadama lagsins Gaia sem fjallar um þá stöðu sem við höfum sett náttúru okkar í og þá hættu sem steðjar að lífríkinu öllu. Gaia er gríska og merkir jöfnum höndum jörðin, þessi heimur sem við búum á með landafræði og lífríki, og er nafn gyðju jarðar – móður alls lífs. Rómverskt nafn hennar er Terra, orð sem er að finna í mörgum nágrannamálum okkar. Þann 21. júní 2021 skrifaði hópur vísindamanna undir yfirlýsingu sem kallast Jörðin okkar, framtíðin okkar, og var henni beint að leiðtogafundi G7 ríkjanna í Carbis Bay á Suður-Englandi. Hópurinn samanstendur af 126 nóbelsverðlaunahöfum sem kalla eftir því að leiðtogar heimsins taki alvarlega niðurstöður vísindamanna varðandi þá vistkerfisvá sem við stöndum frammi fyrir og grípi til tafarlausra aðgerða. Í textanum segir meðal annars að tíminn sé allt að því runninn út, til að snúa við þeirri þróun sem er að eiga sér stað í loftslagsmálum, og kallað er eftir gagngerri hugarfarsbreytingu. „Við þurfum að endurskapa samband okkar við plánetuna Jörð,“ segir í yfirlýsingunni. Síðan þá hefur margt gerst sem stolið hefur athygli ráðamanna, Covid-19 faraldrinum var ekki lokið þegar yfirlýsingin kom út, Úkraínustríðið og tilheyrandi orkukreppa fylgdi í kjölfarið, og nú átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi málefni varða ekki einungis velferð einstaklinga, hópa og þjóða, heldur eru jafnframt vistkerfisstríð í sinni verstu mynd. Leitt er að sjá hversu margir af þér vilja græða fé,sem bitnar á röngum aðilum, þeim sem enginn hlustar á.Kæri jafningi, þú sem vilt græða, viltu ekki hugsa smá,um framtíðina, börnin okkar eftir þúsund ár? Þegar ég var í grunnskóla á áttunda áratugnum voru loftslagsmál þegar komin í umræðuna og við lærðum sem börn um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra, þó þekking þess tíma hafi ekki verið sú sama og í dag. Stofnanir á borð við Potsdam Institute for Climate Impact Research hafa í áratugi fylgst með þróuninni og það ætti því engum að koma á óvart að komið sé í óefni. Vandinn er ekki þekking, heldur viðhorf. Vísindamenn hafa í vaxandi mæli leitað til kirkna og trúarhreyfinga í leit að bandamönnum í baráttunni í loftlagsmálum og hefur páfagarður gert þar mikið gagn. Í umburðarbréfi Páfa frá 2015, Laudato Si’, segir Páfi loftslagið vera sameign mannkyns og lífríkisins alls og hamfarahlýnun siðferðilegan vanda, þar sem hnatthlýnun bitnar verst á þeim sem minnst mega sín. Trúarbrögðin orða með ólíkum hætti helgi sköpunarinnar og allar helstu trúarhreyfingar heims hafa samið yfirlýsingar til stuðnings baráttunni við hnatthlýnun, síðast sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda COP28 ráðstefunnar í Abu Dhabi. Því ef við klúðrum þessu hvert förum við þá?Getur þú sagt mér það?En ef við klúðrum þessu hvert förum við þá?Hvernig förum við á annan stað? Í liðinni viku sótti ég ráðstefnu í Göttingen þar sem umræðuefnið var hvernig að orðræða fornaldar geti haft áhrif á samtímann og þar komu saman sérfræðingar í fornum textum og heimspekingar undir yfirskriftinni Hatursáróður, múgæsingur og hálfsannindi – fornir hvatar að orðræðusiðfræði. Erindin fjölluðu jöfnum höndum um orðræðu fornaldar og siðfræði hennar og þann vanda sem steðjar að samtímanum með skautun samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu í almennri umræðu. Eitt erindið fjallaði um tvö grísk hugtök, sem er að finna í heimspeki sem og í Nýja testamentinu, og fyrirlesari lagði til að þau geti aðstoðað í baráttunni gegn vistkerfisvandanum. Fyrra hugtakið er parrhesia og hið seinna metanoia. Fyrra hugtakið er samsett úr forskeytinu ‚allt‘ (pas) og ,eitthvað sem sagt er‘ (rhese) og þýðir því bókstaflega að ,segja allt‘ eða að tala hreint út. Allt er þó ekki parrhesia í fornöld, því hugtakið ber það með sér að segja satt og hreinskiptið frá. Blekkingar og kurteisishjal eru ekki parrhesia, heldur einungis það sem er satt og rétt og sagt umbúðalaust. Parrhesia er lykilhugtak í sögu lýðræðis í Aþenu til forna og Demosþenes sagði það sem dæmi nauðsynlegt að tala með parrhesiu, án þess að láta eitthvað ósagt eða fela eitthvað, og að einungis með slíkri orðræðu væri lýðræðinu borgið. Í Róm þekktu menn þessa dyggð, bæði frá brýningu heimspekinga og hvað snertir lýðræðið en sagnritarinn Pólybíus segir jafnrétti og parrhesiu vera tvo hornsteina lýðræðis. Í píslarsögunni ver Jesús sig í réttarhöldunum með orðunum „Ég hef talað parrhesiu í áheyrn allra“ og í kjölfarið andvarpar hagsmunagæslumaðurinn Pílatus, „Hvað er sannleikur?“ Nú er heimurinn fullur af haugum semVilja eyðileggja þig til að sjá gróðaEn við getum ekki boðið þér fleiri sóða,því þú ert paradís sem hefur þurft að þola margt. Seinna hugtakið er einnig samsett, úr forskeytinu ,við‘ (meta), eins í viðsnúningur og vísar til 180° beygju, og hugsun (nous) og merkir því bókstaflega viðsnúningur viðhorfa eða hughvarf. Metanoia þekkist vissulega í grískum bókmenntum en það er úr hinni gyðing-kristnu arfleifð sem hugtakið er fyrst og fremst þekkt. Upphafsfrásögn guðspjallanna segir frá Jóhannesi skírara, manni sem sannarlega stundaði parrhesiu, starfaði í eyðimörkinni íklæddur „úlfaldahári, með leðurbelti um lendar sér og át engisprettur og villihunang“ og „boðaði mönnum að taka sinnaskiptum“, metanoiu. Spámenn skera sig alltaf úr, þó ekki sé alltaf eftir þeim tekið, og koma iðulega úr ólíklegustu átt, eru „rödd hrópanda í eyðimörk“. Í samtímanum birtast þeir í gulri regnkápu í formi Gretu Thunberg, sem skipulagði Skolstrejk för klimatet og var í síðustu viku dregin frá anddyri sænska þingsins í friðsömum mótmælum. Metanoia er ekki séreign kristindómsins, eins og heimspekingarnir Armen Avanessian og Anke Hennig sýna fram á í bók sinni Metanoia, þar sem þau kanna verufræði tungumála, hugsunar og heilans. Fyrir þeim er metanoia algjör hugarfarsbreyting, „umbreyting allrar fyrri þekkingar, a.m.k. í þeirri mynd sem þekkingin áður skapaði heild, [...] það sem áður virtist miðlægt, birtist skyndilega í nýju ljósi, [...] þannig skapar metanoia heiminn að nýju“. „Þekking vor er í molum“ segir Páll en þegar kemur að þeim hamförum sem jörðin nú upplifir af mannavöldum, vitum við ansi margt. Hnatthlýnun er staðreynd og ógnin við tegundafjölbreytni sömuleiðis en eftir situr hugarfar okkar og skortur á viðunandi aðgerðum. Afneitun, flokkadrættir og aðgerðaleysi eru sammannleg varnarviðbrögð við þeim ógnum sem að okkur steðja, en þau þjóna hvorki þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir núna, né þeirri framtíð sem börn okkar eiga rétt á að erfa. Það er okkar að velja hvort við viljum verða síðasta kynslóðin, eins og aðgerðarsamtökin þýsku nefna sig, sem fær að njóta öryggis og gæða frá náttúrunnar hendi. Til að svo megi ekki verða þurfum við parrhesiu og metanoiu. Við erum gestir þínir, ætlum ekki að eyðileggja meira ofan á alltÞetta er ástarlag til þín, jörðin mín fríðaLif vel og lengi á meðan það er sól og blíðaÉg vil hugsa um þig, þú hugsar um mig. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Ég vil hugsa um þig, þú hugsar um mig,alla hina einnig.Höldum veislunni gangandi. Þig ég bið að hugsa um mig,því ég vil hugsa um þig, við tengjumst þannig.Verum öll góð við móðurskipið Þannig hefst texti íslenska Amabadama lagsins Gaia sem fjallar um þá stöðu sem við höfum sett náttúru okkar í og þá hættu sem steðjar að lífríkinu öllu. Gaia er gríska og merkir jöfnum höndum jörðin, þessi heimur sem við búum á með landafræði og lífríki, og er nafn gyðju jarðar – móður alls lífs. Rómverskt nafn hennar er Terra, orð sem er að finna í mörgum nágrannamálum okkar. Þann 21. júní 2021 skrifaði hópur vísindamanna undir yfirlýsingu sem kallast Jörðin okkar, framtíðin okkar, og var henni beint að leiðtogafundi G7 ríkjanna í Carbis Bay á Suður-Englandi. Hópurinn samanstendur af 126 nóbelsverðlaunahöfum sem kalla eftir því að leiðtogar heimsins taki alvarlega niðurstöður vísindamanna varðandi þá vistkerfisvá sem við stöndum frammi fyrir og grípi til tafarlausra aðgerða. Í textanum segir meðal annars að tíminn sé allt að því runninn út, til að snúa við þeirri þróun sem er að eiga sér stað í loftslagsmálum, og kallað er eftir gagngerri hugarfarsbreytingu. „Við þurfum að endurskapa samband okkar við plánetuna Jörð,“ segir í yfirlýsingunni. Síðan þá hefur margt gerst sem stolið hefur athygli ráðamanna, Covid-19 faraldrinum var ekki lokið þegar yfirlýsingin kom út, Úkraínustríðið og tilheyrandi orkukreppa fylgdi í kjölfarið, og nú átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi málefni varða ekki einungis velferð einstaklinga, hópa og þjóða, heldur eru jafnframt vistkerfisstríð í sinni verstu mynd. Leitt er að sjá hversu margir af þér vilja græða fé,sem bitnar á röngum aðilum, þeim sem enginn hlustar á.Kæri jafningi, þú sem vilt græða, viltu ekki hugsa smá,um framtíðina, börnin okkar eftir þúsund ár? Þegar ég var í grunnskóla á áttunda áratugnum voru loftslagsmál þegar komin í umræðuna og við lærðum sem börn um gróðurhúsaáhrif og afleiðingar þeirra, þó þekking þess tíma hafi ekki verið sú sama og í dag. Stofnanir á borð við Potsdam Institute for Climate Impact Research hafa í áratugi fylgst með þróuninni og það ætti því engum að koma á óvart að komið sé í óefni. Vandinn er ekki þekking, heldur viðhorf. Vísindamenn hafa í vaxandi mæli leitað til kirkna og trúarhreyfinga í leit að bandamönnum í baráttunni í loftlagsmálum og hefur páfagarður gert þar mikið gagn. Í umburðarbréfi Páfa frá 2015, Laudato Si’, segir Páfi loftslagið vera sameign mannkyns og lífríkisins alls og hamfarahlýnun siðferðilegan vanda, þar sem hnatthlýnun bitnar verst á þeim sem minnst mega sín. Trúarbrögðin orða með ólíkum hætti helgi sköpunarinnar og allar helstu trúarhreyfingar heims hafa samið yfirlýsingar til stuðnings baráttunni við hnatthlýnun, síðast sameiginlega yfirlýsingu í aðdraganda COP28 ráðstefunnar í Abu Dhabi. Því ef við klúðrum þessu hvert förum við þá?Getur þú sagt mér það?En ef við klúðrum þessu hvert förum við þá?Hvernig förum við á annan stað? Í liðinni viku sótti ég ráðstefnu í Göttingen þar sem umræðuefnið var hvernig að orðræða fornaldar geti haft áhrif á samtímann og þar komu saman sérfræðingar í fornum textum og heimspekingar undir yfirskriftinni Hatursáróður, múgæsingur og hálfsannindi – fornir hvatar að orðræðusiðfræði. Erindin fjölluðu jöfnum höndum um orðræðu fornaldar og siðfræði hennar og þann vanda sem steðjar að samtímanum með skautun samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu í almennri umræðu. Eitt erindið fjallaði um tvö grísk hugtök, sem er að finna í heimspeki sem og í Nýja testamentinu, og fyrirlesari lagði til að þau geti aðstoðað í baráttunni gegn vistkerfisvandanum. Fyrra hugtakið er parrhesia og hið seinna metanoia. Fyrra hugtakið er samsett úr forskeytinu ‚allt‘ (pas) og ,eitthvað sem sagt er‘ (rhese) og þýðir því bókstaflega að ,segja allt‘ eða að tala hreint út. Allt er þó ekki parrhesia í fornöld, því hugtakið ber það með sér að segja satt og hreinskiptið frá. Blekkingar og kurteisishjal eru ekki parrhesia, heldur einungis það sem er satt og rétt og sagt umbúðalaust. Parrhesia er lykilhugtak í sögu lýðræðis í Aþenu til forna og Demosþenes sagði það sem dæmi nauðsynlegt að tala með parrhesiu, án þess að láta eitthvað ósagt eða fela eitthvað, og að einungis með slíkri orðræðu væri lýðræðinu borgið. Í Róm þekktu menn þessa dyggð, bæði frá brýningu heimspekinga og hvað snertir lýðræðið en sagnritarinn Pólybíus segir jafnrétti og parrhesiu vera tvo hornsteina lýðræðis. Í píslarsögunni ver Jesús sig í réttarhöldunum með orðunum „Ég hef talað parrhesiu í áheyrn allra“ og í kjölfarið andvarpar hagsmunagæslumaðurinn Pílatus, „Hvað er sannleikur?“ Nú er heimurinn fullur af haugum semVilja eyðileggja þig til að sjá gróðaEn við getum ekki boðið þér fleiri sóða,því þú ert paradís sem hefur þurft að þola margt. Seinna hugtakið er einnig samsett, úr forskeytinu ,við‘ (meta), eins í viðsnúningur og vísar til 180° beygju, og hugsun (nous) og merkir því bókstaflega viðsnúningur viðhorfa eða hughvarf. Metanoia þekkist vissulega í grískum bókmenntum en það er úr hinni gyðing-kristnu arfleifð sem hugtakið er fyrst og fremst þekkt. Upphafsfrásögn guðspjallanna segir frá Jóhannesi skírara, manni sem sannarlega stundaði parrhesiu, starfaði í eyðimörkinni íklæddur „úlfaldahári, með leðurbelti um lendar sér og át engisprettur og villihunang“ og „boðaði mönnum að taka sinnaskiptum“, metanoiu. Spámenn skera sig alltaf úr, þó ekki sé alltaf eftir þeim tekið, og koma iðulega úr ólíklegustu átt, eru „rödd hrópanda í eyðimörk“. Í samtímanum birtast þeir í gulri regnkápu í formi Gretu Thunberg, sem skipulagði Skolstrejk för klimatet og var í síðustu viku dregin frá anddyri sænska þingsins í friðsömum mótmælum. Metanoia er ekki séreign kristindómsins, eins og heimspekingarnir Armen Avanessian og Anke Hennig sýna fram á í bók sinni Metanoia, þar sem þau kanna verufræði tungumála, hugsunar og heilans. Fyrir þeim er metanoia algjör hugarfarsbreyting, „umbreyting allrar fyrri þekkingar, a.m.k. í þeirri mynd sem þekkingin áður skapaði heild, [...] það sem áður virtist miðlægt, birtist skyndilega í nýju ljósi, [...] þannig skapar metanoia heiminn að nýju“. „Þekking vor er í molum“ segir Páll en þegar kemur að þeim hamförum sem jörðin nú upplifir af mannavöldum, vitum við ansi margt. Hnatthlýnun er staðreynd og ógnin við tegundafjölbreytni sömuleiðis en eftir situr hugarfar okkar og skortur á viðunandi aðgerðum. Afneitun, flokkadrættir og aðgerðaleysi eru sammannleg varnarviðbrögð við þeim ógnum sem að okkur steðja, en þau þjóna hvorki þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir núna, né þeirri framtíð sem börn okkar eiga rétt á að erfa. Það er okkar að velja hvort við viljum verða síðasta kynslóðin, eins og aðgerðarsamtökin þýsku nefna sig, sem fær að njóta öryggis og gæða frá náttúrunnar hendi. Til að svo megi ekki verða þurfum við parrhesiu og metanoiu. Við erum gestir þínir, ætlum ekki að eyðileggja meira ofan á alltÞetta er ástarlag til þín, jörðin mín fríðaLif vel og lengi á meðan það er sól og blíðaÉg vil hugsa um þig, þú hugsar um mig. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar