Virði lýðræðis Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 17. mars 2024 09:00 Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun