Engin svör Sigmar Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 08:02 Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sigmar Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar