Héraðsdómur segir Sindra mögulega hafa haft illvirki í huga Jón Þór Stefánsson skrifar 12. mars 2024 16:39 Sindri Snær Birgisson var sýknaður af ákæru um hryðjverk í dag en sakfelldur fyrir vopnalagabrot. Vísir/Hulda Margrét Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi málsins sem telur 85 blaðsíður, en fréttastofa hefur hann undir höndum. Þar segir meðal annars að ekki hafi legið fyrir í gögnum málsins hvert meint skotmark Sindra Snæs væri, og hvar og hvenær illvirki hans hefði átt að eiga sér stað. Líkt og greint var frá í dag hlaut Sindri tveggja ára fangelsisdóm og Ísidór átján mánaða dóm í héraðsdómi í dag. En þeir voru báðir sakfelldir fyrir vopnalagabrot sem þeir höfðu játað að hluta. Sindri var ákærður fyrir tilraun til að skipuleggja hryðjuverk, en hinn sakborningur málsins Ísidór Nathansson var ákærður fyrir hlutdeild í því. Þar sem að dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi tekist að sanna að Sindri hafi ætlað að fremja hryðjuverk telur hann rétt að sýkna Ísidór líka. Sá hluti dómsins þar sem hryðjuverkaþáttur málsins er tekinn fyrir varðar því fyrst og fremst Sindra. Engan veginn einfaldlega ósmekklegur húmor eða blaður Á meðal þess sem er tekið fyrir er orðfæri Sindra. Í málinu lágu fyrir ýmiss ummæli sem ákæruvaldinu þóttu benda til þess að sakborningarnir væru að skipuleggja hryðjuverk. Sakborningarnir báru fyrir sig að þeir hefðu verið að grínast, þeir væru með svartan húmor. Dómurinn segist geta fallist á það að viss ummæli þeirra hafi litast af gríni, en þó segir að það hafi einungis átt við í fáeinum tilvikum. „Þvert á móti er þar oftast nær um að ræða ógeðfelld ummæli sem litast af hatri eða andúð í garð samkynhneigðra, gyðinga, múslima, stjórnmálamanna og yfirvalda og engan veginn kemur til greina að líta á þau sem einfaldlega ósmekklegan húmor eða merkingarlaust blaður.“ Þrátt fyrir það segir héraðsdómur að ummælin geti ekki talist sem undirbúningsathafnir til hryðjuverka ein og sér. Í ákærunni sagði meðal annars að Sindri hefði sótt, móttekið og tileinkað sér efni um þekkta hryðjuverkamenn líkt og Anders Berhring Breivik. Sindri játaði að hafa verið með efni um hryðjuverkamenn í tölvu sinni, en neitaði því að hann hafi tileinkað sér það. Dómurinn segir að gögn málsins sýni fram á að Breivik og hryðjuverkamenn yfir höfuð séu Sindra afar hugleiknir og að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að Sindri hafi að einhverju marki tileinkað sér umrætt efni.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir „Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40 Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52 Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. 13. febrúar 2024 15:40
Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. 12. febrúar 2024 14:52
Fóstbræður innan um „viðbjóðslegt og ofbeldisfullt efni“ Lögreglumenn og sérfræðingur hjá héraðssaksóknara gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í hryðjuverkamálinu svokallaða þar sem fjallað var um innihald í símum og tölvum sakborninga málsins, Sindra Snæs Birgissonar og Ísidórs Nathanssonar. 12. febrúar 2024 11:52