„Þetta eru ofsafengin viðbrögð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 13:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir boðun verkbanns af hálfu Samtaka atvinnulífsins vera ofsafengin viðbrögð við hófsömum kröfum VR. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ var haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, í fréttatilkynningu. Fréttmaður náði tali af Ragnari Þór í Karphúsinu skömmu eftir að fréttatilkynningin barst. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið, miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarkskjörum undir vinnuskipulagi sem fæst okkar sem hér búum myndum telja boðleg. Viðbrögðin eru ofsafengin og setja málin í annan farveg.“ Tugþúsundir félagsmanna undir Ragnar Þór segir að boðað verkbann SA þýði að allt skrifstofufólk innan VR sé nú undir í boðuðum verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að greina hópinn sem er undir og farið ítarlega yfir stöðuna innan VR. „Þetta eru þúsundir ef ekki tugþúsundir félagsmanna okkar.“ Digrir verkfallssjóðir Hann segir að rætt verði á fundi samninganefndar á eftir hvernig verður brugðist við nýjast útspili SA. „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Ofsafengin nálgun, eins og ég kom inn á áðan, gagnvart þessum fámenna hópi sem er á lágmarkskjörum og er að biðja um leiðréttingu. Við munum bregðast við með yfirlýsingu síðar í dag.“ Ráða verkfallssjóðir við það ef þúsundir eða tugþúsundir félagsmanna verða launalausar? „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til þess að takast á við ýmislegt. En eins og ég segi, á þessu stigi er best að segja sem minnst. Við þurfum auðvitað að koma saman, samninganefnd félagsins, og ráða ráðum okkar um hvernig við bregðumst við þessu og að sjálfsögðu taka síðan ákvarðanir um næstu skref.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ var haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA, í fréttatilkynningu. Fréttmaður náði tali af Ragnari Þór í Karphúsinu skömmu eftir að fréttatilkynningin barst. „Þetta eru ofsafengin viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið, miðað við þær hófstilltu kröfur sem við höfum sett fram gagnvart 150 manna hópi uppi á Keflavíkurflugvelli. Sem vinnur á lágmarkskjörum undir vinnuskipulagi sem fæst okkar sem hér búum myndum telja boðleg. Viðbrögðin eru ofsafengin og setja málin í annan farveg.“ Tugþúsundir félagsmanna undir Ragnar Þór segir að boðað verkbann SA þýði að allt skrifstofufólk innan VR sé nú undir í boðuðum verkfallsaðgerðum á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að greina hópinn sem er undir og farið ítarlega yfir stöðuna innan VR. „Þetta eru þúsundir ef ekki tugþúsundir félagsmanna okkar.“ Digrir verkfallssjóðir Hann segir að rætt verði á fundi samninganefndar á eftir hvernig verður brugðist við nýjast útspili SA. „Þetta eru auðvitað stórtíðindi. Ofsafengin nálgun, eins og ég kom inn á áðan, gagnvart þessum fámenna hópi sem er á lágmarkskjörum og er að biðja um leiðréttingu. Við munum bregðast við með yfirlýsingu síðar í dag.“ Ráða verkfallssjóðir við það ef þúsundir eða tugþúsundir félagsmanna verða launalausar? „Við erum með mjög öfluga sjóði, mjög öfluga sjóði. Þannig að þeir eru vel í stakk búnir til þess að takast á við ýmislegt. En eins og ég segi, á þessu stigi er best að segja sem minnst. Við þurfum auðvitað að koma saman, samninganefnd félagsins, og ráða ráðum okkar um hvernig við bregðumst við þessu og að sjálfsögðu taka síðan ákvarðanir um næstu skref.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
SA gæti gripið til verkbanns skelli verkföll á Icelandair Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút. 12. mars 2024 11:58
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. 11. mars 2024 20:31