„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 11:10 Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Sjá meira
Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Fleiri fréttir Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Sjá meira