„Hugsum áður en við setjum eitthvað í loftið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 11:10 Prófessor í næringarfræði hvetur áhrifavalda sem miðla næringar- og heilsutengdu efni til umhugsunar. Gott sé að staldra við áður en upplýsingar, sem mögulega er enginn fótur fyrir, séu settar í loftið. Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Mýtur um mat hafa verið áberandi í umræðu á samfélags- og fréttamiðlum síðustu misseri; þar má nefna deilur um hafragraut, fræolíur og óþarfa blóðsykursmælingar. Við settumst niður með Önnu Sigríði Ólafsdóttur, Önnu Siggu, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands í Íslandi í dag í síðustu viku og fórum yfir upplýsingaóreiðuna sem ríkir á samfélagsmiðlum í hennar fagi. Anna Sigga veltir því upp af hverju jafnstór hluti almennings og raun ber vitni fylgi ekki næringarráðleggingum, efist um að opinber viðmið séu rétt og treysti ekki stjórnvöldum. „Þessi glymur og óreiða veitir okkur [næringarfræðingum] visst aðhald en þetta kallar líka þá sem eru að miðla til ábyrgðar og hugsa áður en við setjum eitthvað í loftið.“ Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áhrifavaldar sem gera út á neyslu á hráu kjöti hafa rutt sér til rúms síðustu ár. Aðalmarkmið margra þeirra er eflaust að safna áhorfi, ganga fram af fólki með því að japla á blóðhlaupinni steik á Instagram. Þeir bera gjarnan fyrir sig að svona hafi forfeður okkar hagað sinni kjötneyslu. Hráfæði sé hollara en elduð, og hvað þá unnin, matvæli. Nýleg tilraun Ívars Orra Ómarssonar, þar sem hann lagði sér talsvert af hráu kjöti og öðru hráfæði til munns til að kanna áhrif þess á heilsu sína, vakti mikla athygli. Einkum lokahnykkurinn, þar sem Ívar bragðaði á hráum kjúklingi. Næringarfræðingar mæla vitanlega gegn almennri neyslu á hráu kjöti vegna sýkingahættu, og þá sérstaklega kjúklingi. Anna Sigga segir smökkunina enda skelfilegt fordæmi - þarna hafi verið gengið of langt. „Já, mér blöskraði þegar ég sá verið að borða hráan kjúkling, einfaldlega af því að það getur verið stórhættulegt og það er ekki að ástæðulausu sem ákveðin matvæli eiga að vera fullelduð. Það er frábært að fá sér hráfæði þegar það er grænmeti og grófmeti en þar líka þjónar það ákveðnum tilgangi. Hrá gulrót og matreidd gulrót eru ólíkar vörur bæði með tilliti til bragðupplifunar og nýtingar á næringarefnum. Þannig að fjölbreytnin gildir ekki bara varðandi matinn sem þú velur heldur líka hvernig þú matreiðir hann.“ Brot úr viðtalinu við Önnu Siggu í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Matur Samfélagsmiðlar Heilsa Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira