Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2024 10:16 Baldur ásamt dóttur sinni Álfrúnu Pelu og litlu Sóleyju Lóu auk hjónanna Valgerðar og Jakobs. Akrafjall í bakgrunni. Baldur Þórhallsson Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. Baldur, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Gnarr grínisti og Halla Tómasdóttir forstjóri liggja öll undir feld varðandi forsetaframboð. Enginn hefur enn stígið fram. Alma landlæknir færist samkvæmt heimildum fréttastofu nær framboði. Jón Gnarr sagðist á Facebook um helgina íhuga næstu skref. Þá snerti Halla Tómasdóttir á áhyggjum sínum af eldfimri umræðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og sagðist íhuga framboð sitt alvarlega. Meðal kenninga um ástæður þess að mögulegir frambjóðendur hafa ekki látið vaða er sú að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugi framboð. „Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ sagði Katrín á Alþingi fyrir sléttri viku. Hún var þá beðin um nei eða já svar frá þingmanni Flokks fólksins hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til forseta. Baldur tjáir sig í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið sem telur nú tæplega átján þúsund manns. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra, stofnaði til hópsins fyrir viku að loknum fundi á heimili þeirra í Vesturbænum þar sem mögulegt framboð var til umræðu meðal fólks úr ýmsum áttum. Meðal annars fólki sem er hokið af reynslu í kosningabaráttu. „Við Felix erum djúpt snortnir yfir hvatningu ykkar og allra þeirra fallegu orða sem þið hafið látið falla um okkur. Þúsund þakkir fyrir öll boðin um aðstoð við hugsanlegt framboð. Mikið eruð þið fallegt og gott fólk,“ segir Baldur sem lét nokkra daga líða áður en hann gekk í hópinn. „Í kvöld buðu vinir okkar Valgerður og Jakob á Akranesi mér heim til að hitta nokkra sveitunga sína. Ég notaði tækifærið til að hlusta og heyra hvað Akurnesingar vilja helst að forsetinn og maki hans vinni að á komandi kjörtímabili. Þessar góðu umræður sem og ykkar mikilvægu framlög hér á síðunni munu nýtast okkur vel við þessa stóru ákvörðun sem við þurfum að taka. Þúsund þakkir til ykkar allra.“ Forsetakosningar 2024 Akranes Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Baldur, Alma Möller landlæknir, Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Salvör Nordal umboðsmaður barna, Jón Gnarr grínisti og Halla Tómasdóttir forstjóri liggja öll undir feld varðandi forsetaframboð. Enginn hefur enn stígið fram. Alma landlæknir færist samkvæmt heimildum fréttastofu nær framboði. Jón Gnarr sagðist á Facebook um helgina íhuga næstu skref. Þá snerti Halla Tómasdóttir á áhyggjum sínum af eldfimri umræðu á samfélagsmiðlum þessa dagana og sagðist íhuga framboð sitt alvarlega. Meðal kenninga um ástæður þess að mögulegir frambjóðendur hafa ekki látið vaða er sú að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra íhugi framboð. „Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ sagði Katrín á Alþingi fyrir sléttri viku. Hún var þá beðin um nei eða já svar frá þingmanni Flokks fólksins hvort hún ætlaði að gefa kost á sér til forseta. Baldur tjáir sig í Facebook-hópnum Baldur og Felix - alla leið sem telur nú tæplega átján þúsund manns. Gunnar Helgason, rithöfundur og vinur þeirra, stofnaði til hópsins fyrir viku að loknum fundi á heimili þeirra í Vesturbænum þar sem mögulegt framboð var til umræðu meðal fólks úr ýmsum áttum. Meðal annars fólki sem er hokið af reynslu í kosningabaráttu. „Við Felix erum djúpt snortnir yfir hvatningu ykkar og allra þeirra fallegu orða sem þið hafið látið falla um okkur. Þúsund þakkir fyrir öll boðin um aðstoð við hugsanlegt framboð. Mikið eruð þið fallegt og gott fólk,“ segir Baldur sem lét nokkra daga líða áður en hann gekk í hópinn. „Í kvöld buðu vinir okkar Valgerður og Jakob á Akranesi mér heim til að hitta nokkra sveitunga sína. Ég notaði tækifærið til að hlusta og heyra hvað Akurnesingar vilja helst að forsetinn og maki hans vinni að á komandi kjörtímabili. Þessar góðu umræður sem og ykkar mikilvægu framlög hér á síðunni munu nýtast okkur vel við þessa stóru ákvörðun sem við þurfum að taka. Þúsund þakkir til ykkar allra.“
Forsetakosningar 2024 Akranes Tengdar fréttir Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58 Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36 Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. 6. mars 2024 17:58
Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. 4. mars 2024 18:36
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. 3. mars 2024 00:10