Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2024 13:46 Þorbjörg Sigríður og Stefán Vagn voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. vísir Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira