Natalie Portman segir skilið við Millepied Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2024 17:02 Natalie Portman og Benjamin Millepied ganga nú sitt í hvora áttina. Getty/Dave J Hogan Óskarsverðlaunahafinn Natalie Portman er skilin við leikstjórann og danshöfundinn Benjamin Millepied. Portman og Millepied voru hjón í ellefu ár en slitu sambúð fyrir átta mánuðum síðan. Þau eru nú skilin að borði og sæng. Frá þessu segir á bandaríska miðlinum People. Þar er fullyrt að leikkonan hafi sótt um skilnað í júlí síðastliðnum og hann gengið í gegn í Frakklandi í síðasta mánuði. Þar hafa hjónin búið með börnin sín tvö, hinn tólf ára gamla Aleph og sjö ára gömlu Amaliu. Lítið hefur farið fyrir skilnaðnum í gulu pressunni. Talsmaður Portman segir í samtali við People að það hafi reynst henni erfitt að ganga í gegn um skilnaðinn án vitundar nokkurs manns. Skilnaðurinn sé tilkominn vegna framhjáhalds Millepied, sem rataði í fréttir í maí í fyrra. Fram kemur í umfjöllun People að framhjáhald Millepied hafi ekki varað í langan tíma en Portman hafi vitað frá því að fréttir um það bárust að líftími hjónabandsins væri liðinn. Þau hafi einblínt á að gera skilnaðinn sem auðveldastan fyrir börnin, samhliða því að sinna stórum verkefnum í vinnunni. Millepied hefur til að mynda unnið að stórmyndinni Dune: Part Two, sem kom í bíó í síðustu viku, og Portman haft í nógu að snúast vegna kvikmyndarinnar May December, sem hún leikur aðalhlutverk í. Millepied og Portman hafa, eins og áður segir, verið gift í ellefu ár eða frá 4. ágúst 2012. Parið kynntist við gerð kvikmyndarinnar Black Swan árið 2010. Portman lék aðalhlutverkið í myndinni og Millepied var danshöfundurinn en kvikmyndin fjallar um balletdansara. Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Hjónabandið sé á enda eftir orðróm um framhjáhald Leikkonan Natalie Portman er sögð vera að skilja við eiginmann sinn, franska dansarann Benjamin Millepied. Portman skildi giftingarhringinn eftir heima á ellefu ára brúðkaupsafmæli þeirra á dögunum. 14. ágúst 2023 10:15 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Frá þessu segir á bandaríska miðlinum People. Þar er fullyrt að leikkonan hafi sótt um skilnað í júlí síðastliðnum og hann gengið í gegn í Frakklandi í síðasta mánuði. Þar hafa hjónin búið með börnin sín tvö, hinn tólf ára gamla Aleph og sjö ára gömlu Amaliu. Lítið hefur farið fyrir skilnaðnum í gulu pressunni. Talsmaður Portman segir í samtali við People að það hafi reynst henni erfitt að ganga í gegn um skilnaðinn án vitundar nokkurs manns. Skilnaðurinn sé tilkominn vegna framhjáhalds Millepied, sem rataði í fréttir í maí í fyrra. Fram kemur í umfjöllun People að framhjáhald Millepied hafi ekki varað í langan tíma en Portman hafi vitað frá því að fréttir um það bárust að líftími hjónabandsins væri liðinn. Þau hafi einblínt á að gera skilnaðinn sem auðveldastan fyrir börnin, samhliða því að sinna stórum verkefnum í vinnunni. Millepied hefur til að mynda unnið að stórmyndinni Dune: Part Two, sem kom í bíó í síðustu viku, og Portman haft í nógu að snúast vegna kvikmyndarinnar May December, sem hún leikur aðalhlutverk í. Millepied og Portman hafa, eins og áður segir, verið gift í ellefu ár eða frá 4. ágúst 2012. Parið kynntist við gerð kvikmyndarinnar Black Swan árið 2010. Portman lék aðalhlutverkið í myndinni og Millepied var danshöfundurinn en kvikmyndin fjallar um balletdansara.
Hollywood Ástin og lífið Bandaríkin Tengdar fréttir Hjónabandið sé á enda eftir orðróm um framhjáhald Leikkonan Natalie Portman er sögð vera að skilja við eiginmann sinn, franska dansarann Benjamin Millepied. Portman skildi giftingarhringinn eftir heima á ellefu ára brúðkaupsafmæli þeirra á dögunum. 14. ágúst 2023 10:15 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hjónabandið sé á enda eftir orðróm um framhjáhald Leikkonan Natalie Portman er sögð vera að skilja við eiginmann sinn, franska dansarann Benjamin Millepied. Portman skildi giftingarhringinn eftir heima á ellefu ára brúðkaupsafmæli þeirra á dögunum. 14. ágúst 2023 10:15