Munu fella fleiri aspir á Austurveginum Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2024 07:00 Til stendur að fella aspir, sem margar eru skemmdar og skerða sjónlínu ökumanna, og koma fyrir blómakerjum og nýjum trjám. Vegagerðin Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir. Þetta kemur fram á vef Árborgar en Vegagerðin hafði leitast eftir samstarfi við bæjaryfirvöld varðandi úrbætur á umferðaröryggi á Austurvegi frá Tryggvatorgi að Sigtúni. Mikill umferðarþungi er á svæðinu og stendur til að setja upp girðingu í miðeyjuna til að beina gangandi fólki að gangbrautinni og þannig tryggja öryggi þess. „Aðgerðin felur í sér að núverandi trjágróður er fjarlægður og sett verða ný tré í staðinn. Þá verða settir blómakassar á girðinguna með svipuðum hætti og er við Tryggvatorg í dag.“ Myndin sýnir sjónlínur á Austurvegi.Vegagerðin Umhverfisnefnd Árborgar tók málið fyrir á fundi sínum fyrr í vikunni en í umferðaröryggisrýni kom fram að núverandi gróður skerði sjónlínur ökumanna og stafi því hætta af því gagnvart annarri umferð og gangandi vegfarendum. Athygli vakti á haustdögum 2021 þegar níu aspir voru felldar að ósk Vegagerðarinnar til að bæta umferðaröryggi á veginum. Í bókun umhverfisnefndar kemur fram að Vegagerðin muni sjá um framkvæmdir á eyjunni og uppsetningu grindverks en sveitarfélagið Árborg um að fjarlægja gróður og uppsetningu nýrra trjáa og blómakerja. Tölvugerð mynd af Austurvegi 3 þar sem Krónuna er meðal annars að finna.Vegagerðin Árborg Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir „Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“ Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld. 15. september 2021 15:00 Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Árborgar en Vegagerðin hafði leitast eftir samstarfi við bæjaryfirvöld varðandi úrbætur á umferðaröryggi á Austurvegi frá Tryggvatorgi að Sigtúni. Mikill umferðarþungi er á svæðinu og stendur til að setja upp girðingu í miðeyjuna til að beina gangandi fólki að gangbrautinni og þannig tryggja öryggi þess. „Aðgerðin felur í sér að núverandi trjágróður er fjarlægður og sett verða ný tré í staðinn. Þá verða settir blómakassar á girðinguna með svipuðum hætti og er við Tryggvatorg í dag.“ Myndin sýnir sjónlínur á Austurvegi.Vegagerðin Umhverfisnefnd Árborgar tók málið fyrir á fundi sínum fyrr í vikunni en í umferðaröryggisrýni kom fram að núverandi gróður skerði sjónlínur ökumanna og stafi því hætta af því gagnvart annarri umferð og gangandi vegfarendum. Athygli vakti á haustdögum 2021 þegar níu aspir voru felldar að ósk Vegagerðarinnar til að bæta umferðaröryggi á veginum. Í bókun umhverfisnefndar kemur fram að Vegagerðin muni sjá um framkvæmdir á eyjunni og uppsetningu grindverks en sveitarfélagið Árborg um að fjarlægja gróður og uppsetningu nýrra trjáa og blómakerja. Tölvugerð mynd af Austurvegi 3 þar sem Krónuna er meðal annars að finna.Vegagerðin
Árborg Umferðaröryggi Tré Tengdar fréttir „Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“ Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld. 15. september 2021 15:00 Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Trén hafa virkilega miklar tilfinningar“ Bæjarfulltrúi minni hlutans í Árborg undrast mjög aðgerðir bæjaryfirvalda í gærkvöldi þegar níu aspir við þjóðveg eitt, á Austurvegi á Selfossi, voru felldar. Bæjarstjórinn segir málið snúast fyrst og fremst um umferðaröryggi og um ósk Vegagerðarinnar að trén yrðu felld. 15. september 2021 15:00
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18