Ágúst: „Það er kannski svona okkar uppskrift“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. mars 2024 20:17 Valskonur eru komnar í úrslitaleik Powerade-bikarsins og fögnuðu vel í kvöld. vísir/Anton Valur mun leika til bikarúrslita kvenna á laugardaginn kemur. Varð það ljóst eftir öruggan sigur gegn ÍR í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 21-29 þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst með níu mörk. Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum. Powerade-bikarinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum.
Powerade-bikarinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita