Væntingar á Íslandi geti verið „út úr korti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 08:01 Alfreð Gíslason verður með Þýskaland á heimavelli á EM í janúar. Getty/Maja Hitij Handboltagoðsögnin Alfreð Gíslason hrífst af því sem Snorri Steinn Guðjónsson er að gera með íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann segir hins vegar kröfur íslensks almennings til liðsins hvern janúar vera út úr korti. Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Miklar væntingar voru gerðar til íslenska karlalandsliðsins fyrir EM í janúar en liðið endaði í tíunda sæti mótsins og missti af sæti í Ólympíuumspili. Þrátt fyrir vonbrigðaárangur segir Alfreð mikið búa í íslenska hópnum. „Ég verð að segja eins og er að íslenska liðið er með mikla breidd í heildina. Við [íslenska landsliðið] höfum verið með svolitla veikleika á línunni og í marki en það hefur alltaf lagast. Það var mjög góð markvarsla hjá Íslandi í þessari keppni,“ „Útispilaralínan hjá Íslandi er náttúrulega virkilega góð í breiddina og mun meiri heldur en hjá okkur [þýska landsliðinu], til dæmis,“ segir Alfreð. Hrifinn af Snorra sem nýtir breiddina betur en Gummi Snorri Steinn Guðjónsson var að stýra Íslandi í fyrsta sinn á stórmóti en Alfreði líst vel á Snorra og segir hann einmitt nýta umrædda breidd betur en forveri hans í starfi. „Snorri, sem nýr þjálfari, kom inn með aðra línu. Ég verð að segja að mér fannst Snorri gera mjög vel. Hann rúllar mun meira á breiddinni heldur en Gummi [Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari] gerði til dæmis. En það tekur smá tíma fyrir alla að stilla sig inn á þetta,“ segir Alfreð. Stutt á milli í þessu Það er stutt á milli á stórmótum sem þessum og kröfur almennings er á meðal þátta sem geta haft áhrif á gengi liðsins. Það hafi þó ekki mikið þurft til að Ísland færi lengra á mótinu. Alfreð líst vel á Snorra Stein sem var á sínu fyrsta stórmóti með landsliðið.VÍSIR/VILHELM „Kröfurnar á Íslandi hafa alltaf verið svolítið út úr kortinu. En maður sér það í þessari keppni að það eru bara smáatriði. Það munar einum leik. ísland var nálægt því að vinna leik á móti okkur, til dæmis. Einn svoleiðis leikur getur snúið svona móti. Og það voru aðrir svona leikir hjá Íslandi,“ „Ég hefði alveg getað spáð Íslandi, og gerði það held ég meira að segja, að þeir ættu góðan séns í undanúrslitin. Það var ekkert svo langt frá því,“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira