Enn læstur úti en óviss um að hann langi aftur inn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 11:30 Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þeirra sem enn komast ekki inn á Facebook eftir hrakfarir miðilsins í gær. Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum. „Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“ Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
„Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“
Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira