Enn læstur úti en óviss um að hann langi aftur inn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. mars 2024 11:30 Hjálmar Örn Jóhannsson er einn þeirra sem enn komast ekki inn á Facebook eftir hrakfarir miðilsins í gær. Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum. „Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“ Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Sjá meira
„Þetta er reyndar enn læst hjá mér. Ég kemst ekki inn af því að það á að senda mér einhvern SMS kóða, ég er með þetta allt í einhverju tvo-step notification og það er verið að refsa fólki sem er með þetta í lagi,“ segir Hjálmar Örn léttur í bragði í samtali við Vísi. Eins og alkunna er hrundu samfélagsmiðlar líkt og Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar úr smiðju samfélagsmiðlafyrirtækisins í rúma klukkustund í gær. Komst því enginn á Facebook og ekki heldur Facebook Messenger sem er ansi mörgum Íslendingum einkar mikilvægur samskiptamiðill. Fréttastofu hefur borist ábendingar frá fleirum en Hjálmari sem enn eru læstir úti af miðlunum. Nokkur lykilorð í gangi „Ég er með einhver fjögur, fimm lykilorð í gangi og það var ekkert af þeim,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hann segist þó til allrar hamingju komast inn á Instagram. „En það sem ég upplifði í gær strax í byrjun er bara hvað maður er rosalega vanafastur í að kíkja. Ég ætlaði alltaf inn í forritið, en ah já alveg rétt. Maður finnur bara einhvern veginn að það vantar eitthvað í líf sitt, maður þarf að afeitra sig af þessu rugli,“ segir Hjálmar. „Og ég er bara alvarlega að spá í að hætta á Facebook. Messenger er það sem ég þarf en Facebook þarf ég ekki. Það er óþægilegt að vera án Messenger, það eru allir að hringja og segja: Heyrðu ég er að senda þér skilaboð, offline sautján hours ago? Ég hef bara aldrei séð þetta hjá þér,“ segir Hjálmar léttur í bragði. Myndi sakna nágrannahópsins Gætirðu verið án hópanna á Facebook? „Það er nú einmitt málið. Ég hugsa að það gæti verið eins og allt annað, maður myndi hugsa til baka eftir nokkrar vikur: Af hverju var ég ekki löngu farinn út af þessu? Ég held það sé engin manneskja, ekkert fyrirtæki ómissandi.“ Hjálmar bætir því við að hann myndi sakna þess að tjá sig í nágrannahópnum. Þá sérstaklega til þess að spyrja hver hafi skilið eftir ruslapoka úti. Spurður hvort hann myndi ekki sakna þess að mæta í afmæli og aðra viðburði sem eru bara á Facebook segir Hjálmar: „Þá myndi fólk bara taka upp símann og hringja ef því langar svona rosalega mikið til að fá mig. Ég held að öllum sé skítsama hvort ég mæti í eitthvað afmæli eða ekki. En ætli maður endi ekki aftur á Facebook eftir hálft ár og verði orðinn harðasti Facebook maðurinn. Maður stendur aldrei við neitt.“
Samfélagsmiðlar Facebook Ástin og lífið Mest lesið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Sjá meira