Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2024 08:00 Hálfdán Bjarki Hálfdánsson framleiðslustjóri Kerecis segir fyrirtækið vaxa með hverju árinu. Vísir/Einar Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Kaup danska fyrirtækisins Coloplast á íslenska fyrirtækinu Kerecis fyrir um hundrað og áttatíu milljarða króna á síðasta ári vöktu mikla athygli. Fyrirtækið hefur um árabil framleitt á Ísafirði sáraroð sem notuð eru til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þráðlátum sárum. Ýmsir veltu fyrir sér áhrifum þess að fyrirtækið væri selt útlensku fyrirtæki í fyrra en nú um átta mánuðum síðar hefur starfsmannafjöldinn aukist verulega. „Á tólf mánaða tímabili hefur hann að því sem næst tvöfaldast og þetta eru allskonar störf allt frá framleiðslustörfum á gólfinu upp í sérfræðingastörf á skrifstofu,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson framleiðslustjóri Kerecis á Ísafirði. Þá er framleiðsla og sala á vörunum töluvert meiri en áður. „Hérna í þessum tveimur litlu framleiðslueiningum okkar á Ísafirði voru framleiddar vörur sem voru seldar fyrir sirka fimmtán sextán milljarða á síðasta fjárhagsári og við stefnum á, hratt umreiknað, svona tuttugu og sjö átta milljarða á þessu fjárhagsári.“ Hálfdán segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á að styðja við samfélagið á Ísafirði. „Ef það er ekki blómlegt samfélag hérna þá fáum við ekki fólk til að koma hingað. Þá fáum við ekki fólk til að vera hérna. Þannig að hlutir eins og knattspyrnudeild Vestra, ekki bara meistaraflokkur heldur líka barnastarfið, hjólastólaaðgengi að Alþýðuhúsinu sem við erum að kosta og núna síðast en ekki síst Aldrei fór ég suður. Allt þetta helst í hendur bara til þess að gera blómlegt og lífvænlegt samfélag sem að skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“ Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. 22. febrúar 2024 09:00 Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu. 29. desember 2023 15:56 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. 7. júlí 2023 19:20 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Kaup danska fyrirtækisins Coloplast á íslenska fyrirtækinu Kerecis fyrir um hundrað og áttatíu milljarða króna á síðasta ári vöktu mikla athygli. Fyrirtækið hefur um árabil framleitt á Ísafirði sáraroð sem notuð eru til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þráðlátum sárum. Ýmsir veltu fyrir sér áhrifum þess að fyrirtækið væri selt útlensku fyrirtæki í fyrra en nú um átta mánuðum síðar hefur starfsmannafjöldinn aukist verulega. „Á tólf mánaða tímabili hefur hann að því sem næst tvöfaldast og þetta eru allskonar störf allt frá framleiðslustörfum á gólfinu upp í sérfræðingastörf á skrifstofu,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson framleiðslustjóri Kerecis á Ísafirði. Þá er framleiðsla og sala á vörunum töluvert meiri en áður. „Hérna í þessum tveimur litlu framleiðslueiningum okkar á Ísafirði voru framleiddar vörur sem voru seldar fyrir sirka fimmtán sextán milljarða á síðasta fjárhagsári og við stefnum á, hratt umreiknað, svona tuttugu og sjö átta milljarða á þessu fjárhagsári.“ Hálfdán segir fyrirtækið leggja mikla áherslu á að styðja við samfélagið á Ísafirði. „Ef það er ekki blómlegt samfélag hérna þá fáum við ekki fólk til að koma hingað. Þá fáum við ekki fólk til að vera hérna. Þannig að hlutir eins og knattspyrnudeild Vestra, ekki bara meistaraflokkur heldur líka barnastarfið, hjólastólaaðgengi að Alþýðuhúsinu sem við erum að kosta og núna síðast en ekki síst Aldrei fór ég suður. Allt þetta helst í hendur bara til þess að gera blómlegt og lífvænlegt samfélag sem að skiptir okkur gríðarlega miklu máli.“
Ísafjarðarbær Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. 22. febrúar 2024 09:00 Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu. 29. desember 2023 15:56 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48 Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15 Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. 7. júlí 2023 19:20 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. 22. febrúar 2024 09:00
Viðskiptafréttir ársins 2023: Sala áratugarins, vandræði Marel og heljarinnar gjaldþrot Árið sem líður var, eins og nánast öll ár, viðburðaríkt hvað varðar viðskiptin. Árið einkenndist af ítrekuðum stýrivaxtahækkunum, síhækkandi verðalagi og mikilli lækkun hlutabréfaverðs en einnig stórum sigrum í atvinnulífinu. 29. desember 2023 15:56
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. 7. júlí 2023 10:48
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. 7. júlí 2023 17:15
Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. 7. júlí 2023 19:20