Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 08:00 Alfreð Gíslason gerði samning fram yfir HM í Þýskalandi 2027 en handknattleikssambandið þýska getur sagt honum upp ef illa fer í Ólympíuumspili síðar í þessum mánuði. Getty Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Sjá meira
Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Sjá meira