Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 08:39 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Ísraels á dögunum til að greiða fyrir afgreiðslu málsins. Vísir/Einar Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi átt símafund með Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, síðastliðinn þriðjudag til að greiða fyrir afgreiðslu málsins. „Sendinefnd utanríkisráðuneytisins hefur undanfarnar vikur unnið að því að greiða fyrir för fólksins og átt í virkum samskiptum við fulltrúa egypskra og ísraelskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja á svæðinu. Sú vinna hefur nú borið tilætlaðan árangur. Í þessum samskiptum kom fram að listi Íslands væri einstakur þar sem þar eru einungis dvalarleyfishafar, en engir íslenskir ríkisborgarar. Önnur ríki hafa þannig í mestum mæli veitt eigin ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra liðsinni í þessum efnum. Framgangur málsins hefur því verið háður afgreiðsluhraða og afstöðu stjórnvalda á svæðinu, en sendinefnd Íslands getur aðeins starfað eftir þeim löglegu diplómatísku ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld hafa sett um framkvæmd slíkra mála. Þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er það á þeirra ábyrgð að komast til Íslands fyrir eigin rammleik. Engin almenn skylda hvílir þannig á íslenskum stjórnvöldum til að greiða för þeirra. Í ljósi þeirra einstöku aðstæðna sem uppi eru á svæðinu var þó ákveðið að leggja í sérstakt verkefni hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu. Taka vel á móti þessum einstaklingum Haft er eftir Bjarna að íslensk stjórnvöld muni nú leggja sig fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, sem hafi lifað hörmungar að undanförnu. „Heildarsýn stjórnvalda í útlendingamálum var kynnt nýlega, en þær breytingar skipta ekki síst máli til að tryggja að þessi fordæmalausa aðgerð skapi ekki umframþrýsting á íslensk kerfi,“ segir Bjarni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Í samvinnu við sveitarfélög þar sem fjölskyldur búi Á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins segir að undirbúningur fyrir komu þessa hóps hafi staðið yfir síðustu misseri. Vinnumálastofnun vinni að móttöku fólksins hér á landi í samráði við þau sveitarfélög þar sem fjölskylda þeirra hér á landi búi. Flestir dvalarleyfishafar frá Gaza gangi inn í svokallaða samræmda móttöku flóttafólks í því sveitarfélagi þar sem fjölskyldumeðlimir þeirra hér á landi eigi heima. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, IOM, og hefur Vinnumálastofnun undanfarnar vikur og mánuði átt í samskiptum við IOM vegna fólksins. Vinnumálastofnun hefur óskað eftir því að IOM muni flytja fólkið til Íslands og er nú unnið að skipulagningu þess verkefnis. IOM veitir fólkinu einnig aðstoð í Kaíró og felst aðstoðin meðal annars í heilsufarsskoðun og gistingu fram að ferðalaginu til Íslands,“ segir í tilkynningunni. Fagnar því að fólkið sé á leið til landsins Þá er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að margt fólk hafi lagt á sig ómælda vinnu við að koma dvalarleysishöfum í öruggt skjól á Íslandi og eigi miklar þakkir skildar. „Ég fagna því innilega að fólkið sé nú á leið til landsins og sameinist hér fjölskyldum sínum.“ Þá segist ráðherrann hafa fundað með fulltrúum IOM þar sem við til umræðu var aðkoma stofnunarinnar að þessu máli og samstarf íslenskra stjórnvalda við hana. „Ég kom á framfæri þökkum til þeirra fyrir frábært samstarf við erfiðar aðstæður,“ segir Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi átt símafund með Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, síðastliðinn þriðjudag til að greiða fyrir afgreiðslu málsins. „Sendinefnd utanríkisráðuneytisins hefur undanfarnar vikur unnið að því að greiða fyrir för fólksins og átt í virkum samskiptum við fulltrúa egypskra og ísraelskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja á svæðinu. Sú vinna hefur nú borið tilætlaðan árangur. Í þessum samskiptum kom fram að listi Íslands væri einstakur þar sem þar eru einungis dvalarleyfishafar, en engir íslenskir ríkisborgarar. Önnur ríki hafa þannig í mestum mæli veitt eigin ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra liðsinni í þessum efnum. Framgangur málsins hefur því verið háður afgreiðsluhraða og afstöðu stjórnvalda á svæðinu, en sendinefnd Íslands getur aðeins starfað eftir þeim löglegu diplómatísku ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld hafa sett um framkvæmd slíkra mála. Þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er það á þeirra ábyrgð að komast til Íslands fyrir eigin rammleik. Engin almenn skylda hvílir þannig á íslenskum stjórnvöldum til að greiða för þeirra. Í ljósi þeirra einstöku aðstæðna sem uppi eru á svæðinu var þó ákveðið að leggja í sérstakt verkefni hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu. Taka vel á móti þessum einstaklingum Haft er eftir Bjarna að íslensk stjórnvöld muni nú leggja sig fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, sem hafi lifað hörmungar að undanförnu. „Heildarsýn stjórnvalda í útlendingamálum var kynnt nýlega, en þær breytingar skipta ekki síst máli til að tryggja að þessi fordæmalausa aðgerð skapi ekki umframþrýsting á íslensk kerfi,“ segir Bjarni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Í samvinnu við sveitarfélög þar sem fjölskyldur búi Á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins segir að undirbúningur fyrir komu þessa hóps hafi staðið yfir síðustu misseri. Vinnumálastofnun vinni að móttöku fólksins hér á landi í samráði við þau sveitarfélög þar sem fjölskylda þeirra hér á landi búi. Flestir dvalarleyfishafar frá Gaza gangi inn í svokallaða samræmda móttöku flóttafólks í því sveitarfélagi þar sem fjölskyldumeðlimir þeirra hér á landi eigi heima. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, IOM, og hefur Vinnumálastofnun undanfarnar vikur og mánuði átt í samskiptum við IOM vegna fólksins. Vinnumálastofnun hefur óskað eftir því að IOM muni flytja fólkið til Íslands og er nú unnið að skipulagningu þess verkefnis. IOM veitir fólkinu einnig aðstoð í Kaíró og felst aðstoðin meðal annars í heilsufarsskoðun og gistingu fram að ferðalaginu til Íslands,“ segir í tilkynningunni. Fagnar því að fólkið sé á leið til landsins Þá er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að margt fólk hafi lagt á sig ómælda vinnu við að koma dvalarleysishöfum í öruggt skjól á Íslandi og eigi miklar þakkir skildar. „Ég fagna því innilega að fólkið sé nú á leið til landsins og sameinist hér fjölskyldum sínum.“ Þá segist ráðherrann hafa fundað með fulltrúum IOM þar sem við til umræðu var aðkoma stofnunarinnar að þessu máli og samstarf íslenskra stjórnvalda við hana. „Ég kom á framfæri þökkum til þeirra fyrir frábært samstarf við erfiðar aðstæður,“ segir Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17
Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31