Gunni hvetur Baldur og Felix fram Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 23:28 „Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. Vísir/Arnar Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Gunnar er náinn vinur parsins, en hann og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson, eiginmaður Baldurs, mynda tvíeykið Gunni og Felix. Hann tekur fram að hann hafi rætt við Felix og Baldur sem séu tvístígandi með að taka skrefið og því hafi hann ákveðið að taka málin í sínar hendur og stofna stuðningsmannasíðu. „Ég ætla að blanda mér í baráttuna um Bessastaði. Nei. ég ætla ekki að bjóða mig fram. En ég er með áskorun. Áskorun til Baldurs og Felix. Ég vil fá Baldur Þórhallsson sem næsta forseta Íslands,“ skrifar Gunnar. „Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður. Það er ekki til betri maður í djobbið.“ Þá ræðir Gunnar líka sérstaklega Felix, sem hann segist þekkja betur en flestir aðrir. „Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.“ Á dögunum sagði Baldur við Mbl um mögulegt framboð: „Þetta kom líka til tals fyrir átta árum, þá vísuðum við þessu dálítið frá okkur. Núna höfum við sagt við alla þá sem hafa haft samband við okkur: „Við ætlum að hlusta“ og við erum bara í rauninni í þeim fasa.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira