Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2024 18:36 Hvalveiðar Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. Sjálf segist Katrín ekki hafa hugleitt möguleitt framboð af neinni alvöru, en þakkar fyrir falleg orð í sinn garð. Hallgrímur er ekki fyrsti þjóðþekkti listamaðurinn sem hvetur annan þjóðþekktan einstakling til að fara í forsetaframboð. Á dögunum birti tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens færslu á Facebook þar sem hann sagðist vilja sjá rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á Bessastöðum. Hallgrímur segir, með fullri virðingu fyrir Bubba og Ólafi, að það sé kominn tími á að kona sitji í forsetastól, og að þá sé Katrín ofarlega í huga. „Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu,“ segir Hallgrímur. „Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“ Í samtali við fréttastofu segist Katrín ekki vera að hugleiða forsetaframboð. „Nei, ekki af einhverri alvöru, en ég hef oft heyrt einhvern nefna það. Mér þykir ótrúlega vænt um það að einhverjum þyki ég frambærileg til að fara fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Katrín. Hún segist lifa mjög skemmtilegu lífi og telur sig vera að gera mikið gagn þar sem hún starfi í dag. „Ég held ég hafi því ekki raunverulegan áhuga á að taka þetta skref, en mér þykir mjög vænt um þetta, og þetta voru falleg orð sem hann Hallgrímur hafði um mig.“ Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sjálf segist Katrín ekki hafa hugleitt möguleitt framboð af neinni alvöru, en þakkar fyrir falleg orð í sinn garð. Hallgrímur er ekki fyrsti þjóðþekkti listamaðurinn sem hvetur annan þjóðþekktan einstakling til að fara í forsetaframboð. Á dögunum birti tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens færslu á Facebook þar sem hann sagðist vilja sjá rithöfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson á Bessastöðum. Hallgrímur segir, með fullri virðingu fyrir Bubba og Ólafi, að það sé kominn tími á að kona sitji í forsetastól, og að þá sé Katrín ofarlega í huga. „Katrín Oddsdóttir hefur allt í djobbið, gáfuð, skelegg, geðgóð, óþreytandi, réttsýn, hjartahlý, málgóð, jákvæð, fögur og glæsileg. Sannur kvenskörungur á hárréttum aldri. Hún hefur sterkan bakgrunn í réttindabaráttu, réttlætisbaráttu og umhverfisvernd fyrir utan að hafa sýnt ódrepandi elju í stjórnarskrármálinu. Þá hefur hún viðamikla reynslu af viðburðum ýmiskonar, sem skipuleggjandi og hjónavígslukona. Og sjálfsagt er ég að gleyma einhverju mikilvægu,“ segir Hallgrímur. „Í raun hefur hún starfað við það undanfarin ár að vera samviska þjóðarinnar. Við yrðum stolt þjóð með þessa glæstu og víðsýnu réttlætishetju á Bessastöðum.“ Í samtali við fréttastofu segist Katrín ekki vera að hugleiða forsetaframboð. „Nei, ekki af einhverri alvöru, en ég hef oft heyrt einhvern nefna það. Mér þykir ótrúlega vænt um það að einhverjum þyki ég frambærileg til að fara fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir Katrín. Hún segist lifa mjög skemmtilegu lífi og telur sig vera að gera mikið gagn þar sem hún starfi í dag. „Ég held ég hafi því ekki raunverulegan áhuga á að taka þetta skref, en mér þykir mjög vænt um þetta, og þetta voru falleg orð sem hann Hallgrímur hafði um mig.“
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00