Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2024 22:17 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir mikilvægt fyrir öryggi íbúa á svæðinu að jarðgöngin verði að veruleika fyrr en til stendur. Vísir/Einar Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“ Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“
Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40
Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16
Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07