Biðin eftir jarðgöngum óásættanleg Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. mars 2024 22:17 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir mikilvægt fyrir öryggi íbúa á svæðinu að jarðgöngin verði að veruleika fyrr en til stendur. Vísir/Einar Bæjarstjóri Ísafjarðar segir óásættanlegt að biðin eftir jarðgöngum á milli Súðavíkur og bæjarins verði líklega um tuttugu ár eins og staðan er nú. Ítrekað hafi þurft að loka veginum um Súðavíkurhlíð í vetur vegna snjóflóða og ótrúlegt sé að ekki hafi orðið stórslys. Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“ Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Vegurinn sem liggur frá Ísafirði til Súðavíkur liggur um tvær hlíðar, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og falla snjóflóð reglulega á veginn. „Þetta eru eitthvað á milli þrjátíu og fjörutíu snjóflóð á vetri sem að fara yfir veginn hérna á milli þessara tveggja þéttbýlisstaða og það er svona með því allra mesta sem að er á Íslandi. Þetta er sá vegur sem að fær á sig flest snjóflóð af svona vegum sem eru með einhverja alvöru umferð og eru vegir á milli þéttbýlisstaða,“ segir Harpa Grímsdóttir deildarstjóri ofanflóða á Veðurstofu Íslands. Tíðar lokanir í vetur vegna snjóflóða og snjóflóðahættu „Það hafa verið miklar lokanir og fólk hefur verið lokað inni sem er hreint ekki gott. Þetta er náttúrulega bara stórhættuleg hlíð og fólk er þarna í hættu að keyra þarna. Það er mikið eftirlit með hlíðinni þannig að henni er mjög oft lokað og þetta hefur auðvitað áhrif á allt líf okkar. Þá sérstaklega Súðvíkinga sem sækja auðvitað mikla þjónustu til okkar. Svo er þetta aðal samgönguleið okkar til annarra landshluta,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Arna Lára segir biðina eftir göngum óásættanlega.Vísir/Einar Vestfirðingar hafa lengi barist fyrir því að fá jarðgöng milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna hættunnar sem fylgir því að aka veginn þarna á milli. Göngin sem hafa verið nefnd Álftafjarðargöng eru komin á jarðgangaáætlun. „Við erum þar númer fimm í röðinni af hérna tíu jarðgangakostalista og við hefðum viljað komast ofar af því að hér er bara fólk í hættu. Þetta er bara öryggismál og það er í raun alveg ótrúlegt að hér hafi ekki orðið stórslys,“ segir hún. Þá segir Arna að ef ekkert breytist sé langt í að göngin verði að veruleika. „Miðað við áætlunina þáer þetta eftir einhver tuttugu ár eða eitthvað og þaðer náttúrulega óásættanlegt.“
Jarðgöng á Íslandi Súðavíkurhreppur Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00 Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40 Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16 Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Loka aftur Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu Veginum um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð, milli Ísafjarðar og Súðavíkur, verður aftur lokað í kvöld. Honum var lokað í gær eftir að snjóflóð féll á veginn. 30. janúar 2024 19:00
Vegurinn milli Súðavíkur og Ísafjarðar opinn á ný Vegurinn á milli Ísafjarðar og Súðavíkur á Vestfjörðum hefur verið opnaður fyrir umferð á nýjan leik. Veginum var lokað í gærkvöldi eftir að snjóflóð féll úr hlíðinni og yfir veginn. 30. janúar 2024 10:40
Lokað milli Ísafjarðar og Súðavíkur vegna snjóflóðs Veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokað eftir að stórt snjófljóð féll úr Súðavíkurhlíð. Vegurinn verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. 29. janúar 2024 21:16
Eitt snjóflóðið féll fram hjá varnargarði og út á veg Snjóflóð féllu í nótt á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Flóðin hafa ekki valdið neinu tjóni svo vitað sé. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við fleiri flóðum þar til dregur úr veðri. 24. desember 2023 11:07