„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 23:27 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir líkur á eldgosi fari minnkandi en að kvikuinnskot muni endurtaka sig á næstu dögum. Vísir/Arnar Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um atburðarás laugardagsins þar sem kvikuinnskot hófst og því lauk án eldgoss og hvernig framhaldið verður á næstu dögum. Geturðu aðeins útskýrt þessa atburðarás í gær? „Í rauninni byrjaði hún mjög svipað eins og fyrri eldgos, þessi þrjú eldgos sem hafa þegar orðið. Byrjaði með snarpri skjálftahrinu sem óx mjög hratt og við sjáum skýr merki um að það væri kvikuinnskot í gangi. En aftur á móti virðist það ekki hafa náð sér á strik eins og í síðustu þrjú skipti, heldur stöðvaðist það eftir einn og hálfan til tvo tíma og náði ekki upp á yfirborð,“ sagði Benedikt. „Það náði kannski norður undir Hagafell en svo virðist það hafa stöðvast og náði ekki nægu rúmmáli inn,“ bætti hann við. Eldgos geti læðst aftan að okkur þó það sé ólíklegt Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og lækkað hættustig í Grindavík og á Svartsengi. Enn er ekki hægt að útiloka eldgos þó líkurnar fari minnkandi. „Við höfum meira eða minna breytt hættumatskortinu aftur í fyrra horf, eins og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði. Bæði Svartsengi og Grindavík eru komin niður á appelsínugult en við höldum þessu svæði rauðu í kringum þar sem kvikugangurinn myndaðist því við getum ekki útilokað ennþá að það komi gos úr þessu,“ segir hann. Veðurstofan uppfærði hættumat sitt í dag og er hættumatskort nú sambærilegt því sem það var fyrir kvikuskotið. „Það getur læðst aftan að okkur eins og í Fagradalsfjalli en við eigum ekki endilega von á því. Líkurnar minnka með tímanum en það er einn möguleiki sem getur gerst en það er þá ekki mikið magn. Við höfum varann á okkur með það. Aftur á móti fór mjög lítið rúmmál úr Svartsengi og við getum búist við að þetta endurtaki sig á næstu viku eða dögum,“ segir Benedikt. Ekki hægt að spá fyrir hvert kvikuinnskot leiðir Benedikt segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort kvikuinnskot endi með gosi eða ekki. Ákveði menn að rýma ekki séu þeir að taka talsvert meiri áhættu en ella. Lögreglustjórinn hefur opnað aftur fyrir aðgengi að Grindavík. Hvað finnst þér um það? „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á því. Það er bara í samræmi við hættumatið eins og við breyttum því í dag,“ sagði Benedikt. Bæjarfélag og fyrirtæki þarna í kring þurfa að rýma mjög oft og reglulega. Þetta er gagnrýnt af mörgum þeim sem hafa verið að stjórna fyrirtækjum. Erum við stunda að fara fram úr okkur að þínu mati? „Það er náttúrulega ekki okkar ákvörðun hvort menn rými eða ekki. En við getum ekki spáð fyrir um það fyrirfram hvort kvikuinnskotin enda svona eða hvort þetta endar í gosi eins og í janúar. Við höfum enga leið til að sjá það fyrir. Ef menn ákveða að rýma ekki þá eru þeir að taka talsvert meiri áhættu, það er alveg ljóst,“ sagði Benedikt. Og engin leið til að segja um hvort það sé að fara að gjósa? „Nei, við sjáum kviku fara af stað og svo kemur í ljós hvort það byrjar að gjósa eða ekki. Við fylgjumst með hvernig atburðarásin er. Þá getur verið betra að vera búin að koma fólki í burtu ef það byrjar gos,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um atburðarás laugardagsins þar sem kvikuinnskot hófst og því lauk án eldgoss og hvernig framhaldið verður á næstu dögum. Geturðu aðeins útskýrt þessa atburðarás í gær? „Í rauninni byrjaði hún mjög svipað eins og fyrri eldgos, þessi þrjú eldgos sem hafa þegar orðið. Byrjaði með snarpri skjálftahrinu sem óx mjög hratt og við sjáum skýr merki um að það væri kvikuinnskot í gangi. En aftur á móti virðist það ekki hafa náð sér á strik eins og í síðustu þrjú skipti, heldur stöðvaðist það eftir einn og hálfan til tvo tíma og náði ekki upp á yfirborð,“ sagði Benedikt. „Það náði kannski norður undir Hagafell en svo virðist það hafa stöðvast og náði ekki nægu rúmmáli inn,“ bætti hann við. Eldgos geti læðst aftan að okkur þó það sé ólíklegt Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og lækkað hættustig í Grindavík og á Svartsengi. Enn er ekki hægt að útiloka eldgos þó líkurnar fari minnkandi. „Við höfum meira eða minna breytt hættumatskortinu aftur í fyrra horf, eins og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði. Bæði Svartsengi og Grindavík eru komin niður á appelsínugult en við höldum þessu svæði rauðu í kringum þar sem kvikugangurinn myndaðist því við getum ekki útilokað ennþá að það komi gos úr þessu,“ segir hann. Veðurstofan uppfærði hættumat sitt í dag og er hættumatskort nú sambærilegt því sem það var fyrir kvikuskotið. „Það getur læðst aftan að okkur eins og í Fagradalsfjalli en við eigum ekki endilega von á því. Líkurnar minnka með tímanum en það er einn möguleiki sem getur gerst en það er þá ekki mikið magn. Við höfum varann á okkur með það. Aftur á móti fór mjög lítið rúmmál úr Svartsengi og við getum búist við að þetta endurtaki sig á næstu viku eða dögum,“ segir Benedikt. Ekki hægt að spá fyrir hvert kvikuinnskot leiðir Benedikt segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort kvikuinnskot endi með gosi eða ekki. Ákveði menn að rýma ekki séu þeir að taka talsvert meiri áhættu en ella. Lögreglustjórinn hefur opnað aftur fyrir aðgengi að Grindavík. Hvað finnst þér um það? „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á því. Það er bara í samræmi við hættumatið eins og við breyttum því í dag,“ sagði Benedikt. Bæjarfélag og fyrirtæki þarna í kring þurfa að rýma mjög oft og reglulega. Þetta er gagnrýnt af mörgum þeim sem hafa verið að stjórna fyrirtækjum. Erum við stunda að fara fram úr okkur að þínu mati? „Það er náttúrulega ekki okkar ákvörðun hvort menn rými eða ekki. En við getum ekki spáð fyrir um það fyrirfram hvort kvikuinnskotin enda svona eða hvort þetta endar í gosi eins og í janúar. Við höfum enga leið til að sjá það fyrir. Ef menn ákveða að rýma ekki þá eru þeir að taka talsvert meiri áhættu, það er alveg ljóst,“ sagði Benedikt. Og engin leið til að segja um hvort það sé að fara að gjósa? „Nei, við sjáum kviku fara af stað og svo kemur í ljós hvort það byrjar að gjósa eða ekki. Við fylgjumst með hvernig atburðarásin er. Þá getur verið betra að vera búin að koma fólki í burtu ef það byrjar gos,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37