Aflétta rýmingu í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 15:52 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að rýmingin í gær hafi gengið vel. Reynsla gærdagsins sýni að á háannatíma hjá Bláa lóninu taki um fjörutíu mínútur að rýma starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá hafi enginn asi verið á rýmingu í Grindavík og tók hún um eina klukkustund. Fáir hafi verið á ferli í bænum fyrir utan viðbragsaðila og verktaka við vinnu við varnargarða. Sú vinna liggur niðri í dag samkvæmt áður ákveðnu skipulagi. Áður hefur komið fram að Veðurstofa Íslands telji enn auknar líkur á eldgosi og benda gögn til þess að kvikuhlaupið hafi stöðvast við Hagafell. Áfram er talið að kvikumagn undir Svartsengi aukist sem getur endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Það getur hafist með stuttum fyrirvara. Til fyrra horfs hvað varðar aðgengi Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að samkvæmt hættumatskorti Veðurstofunnar, sé á starfssvæði Bláa lónsins, Northern Light Inn og HS Orku talin vera mikil hætta á hraunrennsli. Litakvarði þess svæðis sýni töluverða hættu. Framangreind starfssvæði eru í dag varin með varnargörðum. Í Grindavík er talin vera mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, hraunflæði og sprunguhreyfingum. Grindavík er varin varnargörðum en uppbyggingu þeirra er ekki lokið. Litakvarði fyrir Grindvík sýnir töluverða hættu. Þrátt fyrir að rýmingu verði aflétt áréttar lögreglan að enn séu hættur á svæðinu. Aðstæður þar geti breyst með litlum fyrirvara. Þá geti hættur leynst uatn merktra svæða og merki um að það styttist í næsta gos. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga: Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir ekki með því að fólk dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Á starfssvæði Bláa Lónsins, Northern Light Inn og HS orku er talin mjög mikil hætta á hraunflæði. Um tíma þrengdi að aðkomuleiðum þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lóninu, Northern Light Inn og HS orku. Lagður var vegur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grindavíkurveg opnuð að nýju. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Þar segir að rýmingin í gær hafi gengið vel. Reynsla gærdagsins sýni að á háannatíma hjá Bláa lóninu taki um fjörutíu mínútur að rýma starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá hafi enginn asi verið á rýmingu í Grindavík og tók hún um eina klukkustund. Fáir hafi verið á ferli í bænum fyrir utan viðbragsaðila og verktaka við vinnu við varnargarða. Sú vinna liggur niðri í dag samkvæmt áður ákveðnu skipulagi. Áður hefur komið fram að Veðurstofa Íslands telji enn auknar líkur á eldgosi og benda gögn til þess að kvikuhlaupið hafi stöðvast við Hagafell. Áfram er talið að kvikumagn undir Svartsengi aukist sem getur endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Það getur hafist með stuttum fyrirvara. Til fyrra horfs hvað varðar aðgengi Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að samkvæmt hættumatskorti Veðurstofunnar, sé á starfssvæði Bláa lónsins, Northern Light Inn og HS Orku talin vera mikil hætta á hraunrennsli. Litakvarði þess svæðis sýni töluverða hættu. Framangreind starfssvæði eru í dag varin með varnargörðum. Í Grindavík er talin vera mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, hraunflæði og sprunguhreyfingum. Grindavík er varin varnargörðum en uppbyggingu þeirra er ekki lokið. Litakvarði fyrir Grindvík sýnir töluverða hættu. Þrátt fyrir að rýmingu verði aflétt áréttar lögreglan að enn séu hættur á svæðinu. Aðstæður þar geti breyst með litlum fyrirvara. Þá geti hættur leynst uatn merktra svæða og merki um að það styttist í næsta gos. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga: Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir ekki með því að fólk dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Á starfssvæði Bláa Lónsins, Northern Light Inn og HS orku er talin mjög mikil hætta á hraunflæði. Um tíma þrengdi að aðkomuleiðum þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lóninu, Northern Light Inn og HS orku. Lagður var vegur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grindavíkurveg opnuð að nýju.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira