Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 11:49 Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Skjálftahrina hófst á Sundhnjúkagígaröðinni um klukkan fjögur í gær, svipuð þeim sem sést hafa fyrir fyrri kvikuinnskot og eldgos á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum hafa sýnt að kvikuinnskot væri hafið. „En svo virðist sem að þetta innskot hafi bara ekkert náð sér á strik, þannig að þrýstingsbreytingarnar og aflögunin voru mun minni en hefur verið. Enda datt skjálftavirknin niður upp úr sex aftur, eða fyrir sex raunar, og það virðist sem að innskotið hafi bara stöðvast,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur. Kvikugangurinn liggur frá Hagafelli í norðaustur að Stóra-Skógfelli. „Og það er ennþá sá möguleiki að við séum að horfa á kviku færast nær yfirborði þar, en við erum ekki að sjá nein merki um það, ekki eins og staðan er núna. Líklegast er að þetta sé bara búið núna í bili, en það þýðir að við vorum ekki að aflétta neinni spennu af Svartsengi, þannig að við myndum búast við öðru innskoti bara mjög fljótlega aftur.“ Dagaspursmál Ólíklegra sé að kvika sé enn á leið til yfirborðs. Þú talar um möguleikann á öðru innskoti, er það þá spurning um einhverja daga? „Já, það er þá spurning um einhverja daga.“ Aflögunargögn sýni litlar sem engar breytingar á Svartsengi. „Það eru bara verulegar líkur á að það byrji annað kvikuinnskot á næstu dögum,“ segir Benedikt. Slíkt innskot geti þá leitt til sömu niðurstöðu og í gær, eða til eldgoss. Fá gögn seint í kvöld Með gervitunglagögnum sem Veðurstofunni ættu að berast seint í kvöld muni myndin af stöðunni vonandi skýrast. „Þá ættum við að sjá skýr merki um hvort það er ennþá kvika á hreyfingu í ganginum eða ekki.“ Slíkt verði þó talið ólíklegra og ólíklegra eftir því sem lengri tími líður án nýrra vendinga. Benedikt segir atburð gærdagsins hafa aukið á óvissuna um framhaldið, fremur en að hafa eytt henni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37
Ástandið að verða „eins eðlilegt og getur verið“ Dregið hefur töluvert úr jarðskjálftavirkni yfir nóttina að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Sömuleiðis hefur dregið talsvert úr líkum á eldgosi síðan í gær. 3. mars 2024 08:39