Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Magnús Jochum Pálsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. mars 2024 18:44 Magnús Tumi segir margar mögulegar sviðsmyndir í boði en ekkert sé hægt að útiloka. Stöð 2 Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira