Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Magnús Jochum Pálsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. mars 2024 18:44 Magnús Tumi segir margar mögulegar sviðsmyndir í boði en ekkert sé hægt að útiloka. Stöð 2 Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira