„Viðbrögð leikmanna voru frábær“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 23:01 Ange var sáttur með leikmenn sína. Atkins/Getty Images Tottenham Hotspur lenti undir gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla í dag. Heimamenn létu það ekki á sig fá og unnu á endanum 3-1 sigur sem heldur Meistaradeildarvonum liðsins á lífi. „Þrautseigja, smá gæði og trú. Þetta var ekki auðveldur leikur þar sem þeir sátu svo neðarlega. Við þurfum mark til að opna þá upp en þeir voru samt yfirvegaðir og agaðir,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, eftir leik. „Markið sem Palace skoraði var eina skiptið sem þeir komu boltanum inn á okkar vallarhelming. Viðbrögð leikmanna voru frábær,“ sagði Ange en Tottenham skoraði tvívegis á þremur mínútum áður en þeirra helsti markaskorari gulltryggði sigurinn. „Þetta var leikur sem við hefðum átt að vinna með meiri yfirburðum en við trúðum allan tímann og létum það ekki á okkur fá þó hlutirnir væru ekki að falla með okkur. Við vorum frábærir andlega í dag.“ Timo Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í dag. „Mörk eru alltaf mikilvæg fyrir sóknarmenn. Mér fannst hann spila vel í dag. Hann missti aldrei trúnna og komst í rétt svæði,“ sagði Ange um frammistöðu Þjóðverjans ásamt því að hrósa Brennan Johnson sem lagði upp mark Werners. „Á svona augnablikum þarftu leiðtoga og mörkin þrjú komu öll þökk sé leiðtogunum sem við höfum í hópnum. Son-Heung Min átti sitt mark skilið, hann lagði svo hart að sér. Það er leikmaðurinn sem þú vilt að fái boltann,“ sagði Ange að endingu. Eftir sigurinn er Tottenham með 50 stig í 5. sæti deildarinnar, fimm minna en Villa sem situr sæti ofar þegar 12 umferðir eru eftir af leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
„Þrautseigja, smá gæði og trú. Þetta var ekki auðveldur leikur þar sem þeir sátu svo neðarlega. Við þurfum mark til að opna þá upp en þeir voru samt yfirvegaðir og agaðir,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, eftir leik. „Markið sem Palace skoraði var eina skiptið sem þeir komu boltanum inn á okkar vallarhelming. Viðbrögð leikmanna voru frábær,“ sagði Ange en Tottenham skoraði tvívegis á þremur mínútum áður en þeirra helsti markaskorari gulltryggði sigurinn. „Þetta var leikur sem við hefðum átt að vinna með meiri yfirburðum en við trúðum allan tímann og létum það ekki á okkur fá þó hlutirnir væru ekki að falla með okkur. Við vorum frábærir andlega í dag.“ Timo Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í dag. „Mörk eru alltaf mikilvæg fyrir sóknarmenn. Mér fannst hann spila vel í dag. Hann missti aldrei trúnna og komst í rétt svæði,“ sagði Ange um frammistöðu Þjóðverjans ásamt því að hrósa Brennan Johnson sem lagði upp mark Werners. „Á svona augnablikum þarftu leiðtoga og mörkin þrjú komu öll þökk sé leiðtogunum sem við höfum í hópnum. Son-Heung Min átti sitt mark skilið, hann lagði svo hart að sér. Það er leikmaðurinn sem þú vilt að fái boltann,“ sagði Ange að endingu. Eftir sigurinn er Tottenham með 50 stig í 5. sæti deildarinnar, fimm minna en Villa sem situr sæti ofar þegar 12 umferðir eru eftir af leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira