Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 18:08 Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu, er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún hefur komið víða við, starfað sem túlkur, þjónustufulltrúi og bókasafnsvörður. Vísir/Einar Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024. Þetta kemur fram á vef Island.is fyrir rafræna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024. Opnað var fyrir fyrir rafræna söfnun meðmæla í dag og þar má sjá alla þá sem hafa boðið sig formlega fram til embættisins. Agnieszka Sokolowska er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún starfar sem sjálfstætt starfandi túlkur og sem verkefnastjóri hjá slökkviliðinu en hefur áður unnið sem þjónustufulltrúi hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu. Áður boðið sig fram á þing og í sveitastjórn Agnieszka greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í dag. Þar skrifar hún „Dear friends and foes. I decided to make an attempt to become the next president of Iceland. Would greatly appreciate your signatures, even if just for the kicks“ Á íslensku hljómar færslan svo: „Kæru vinir og óvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég yrði mjög þakklát fyrir ykkar undirskriftir, þó það sé bara til gamans gert.“ Þetta er ekki fyrsta framboð Agnieszku af því hún var í tíunda sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 og í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum árið 2021. Agnieszka var einnig til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2022 þegar hún mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á Jafnréttisþingi ásamt hópi erlendra kvenna. Þær vildu meina að Sólveig Anna græfi undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gáfu henni táknrænt rautt spjald fyrir það. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Island.is fyrir rafræna meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024. Opnað var fyrir fyrir rafræna söfnun meðmæla í dag og þar má sjá alla þá sem hafa boðið sig formlega fram til embættisins. Agnieszka Sokolowska er fædd í Póllandi en hefur búið á Íslandi síðastliðin sautján ár. Hún starfar sem sjálfstætt starfandi túlkur og sem verkefnastjóri hjá slökkviliðinu en hefur áður unnið sem þjónustufulltrúi hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar og sem bókavörður hjá Borgarbókasafninu. Áður boðið sig fram á þing og í sveitastjórn Agnieszka greindi frá framboði sínu í færslu á Facebook í dag. Þar skrifar hún „Dear friends and foes. I decided to make an attempt to become the next president of Iceland. Would greatly appreciate your signatures, even if just for the kicks“ Á íslensku hljómar færslan svo: „Kæru vinir og óvinir. Ég hef ákveðið að gera tilraun til að verða næsti forseti Íslands. Ég yrði mjög þakklát fyrir ykkar undirskriftir, þó það sé bara til gamans gert.“ Þetta er ekki fyrsta framboð Agnieszku af því hún var í tíunda sæti á lista VG í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 og í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningum árið 2021. Agnieszka var einnig til umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2022 þegar hún mótmælti veru Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á Jafnréttisþingi ásamt hópi erlendra kvenna. Þær vildu meina að Sólveig Anna græfi undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði og gáfu henni táknrænt rautt spjald fyrir það.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. 19. nóvember 2021 21:30
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum