„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2024 07:30 Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hann hefur verið á fullu síðan hann tók við starfinu. Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. „Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira