Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 15:53 Svifryksmengun er mikil á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu. Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag hafi vindhraði aðeins verið á bilinu núll til tveir metrar á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. Klukkan tólf á hádegi hafi klukkustundargildi svifryks við Grensásveg verið 142 míkrógrömm á rúmmetra, á sama tíma hafi styrkurinn verið 122,4 míkrógrömm á rúmmetra við leikskólann Lund og 38,0 míkrógrömm á rúmmetra við Vesturbæjarlaug. Líkur á að styrkurinn verði áfram mikill Þá segir að þar sem aðeins sé hægur vindur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu í dag sé líklegt að styrkur svifryks fari hækkandi í tengslum við álagstíma í umferðinni. Gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga og því líkur á að styrkur svifryks verði áfram mikill. Svifryk sé fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk miðist við 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring fyrir PM 10 (svifagnir um 10 míkrógrömm að stærð). Helsti uppruni svifryks sé uppspænt malbik, sót aðallega frá díselbruna, jarðvegsagnir, salt, aska og fleira. Rykbinda stofngötur Í tilkynningunni segir að þjóðvegir í þéttbýli og helstu stofngötur verði rykbundnar í nótt til að draga úr uppþyrlun. Almenningur sé hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins ef unnt er; geyma ferðir sem ekki eru aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Skorað sé á fyrirtæki að hvetja starfsfólk til að vinna fjarvinnu sé þess kostur og draga úr akstri ef hægt er. Þau sem eru viðkvæm fyrir í öndunarfærum, aldraðir og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendi frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt sé að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is Þar megi sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu.
Loftgæði Bílar Umhverfismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira