Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur Brimborg 5. mars 2024 10:03 Polestar 3 er fyrsti jeppi sænska bílaframleiðandans Polestar og 100% rafbíll. Hann er þróaður þar sem aðstæður gerast hvað harðastar og við fengum að prófa. Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar. „Það geta heyrst brestir í ísnum en hafið engar áhyggjur af því, hann er 70 sentimetra þykkur,“ sögðu þeir, sérfræðingarnir. Klippa: Polestar 3 norðan við heimskautsbaug Í þessu ævintýralega vetrarríki þar sem hreindýr skokka yfir ísbrautina, fer öll hönnun og prófanir Polestar fram. Afhverju hér á hjara veraldar? Jú, ef bíllinn virkar þar sem öfgar í veðri og færð eru ýktari en víðast annarsstaðar í heiminum þá virkar hann allsstaðar. Mér verður hugsað til appelsínugulra viðvarana á Íslandi. Polestar 3 er 100% rafbíll, fyrsti jeppi frameiðandans og fyrsti bíllinn sem kemur út á nýjum rafmagns tæknigrunni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars. Sex ára þróunarvinna liggur að baki þessum bíl og í þessum töluðu rúlla fyrstu eintökin af færibandinu í Chengdu í Kína. Prófunarframleiðsla er einnig hafin í Bandaríkjunum en Polestar 3 er fyrsti bíll Polestar sem framleiddur er í tveimur heimsálfum. Bílarnir fyrir íslenska markaðinn verða framleiddir í Charleston í Bandaríkjunum en sýningarbíll er nú þegar í sal Polestar í Reykjavík. Alvöru jeppi? Fyrstu eintökin koma til landsins í júlí, sem hlýtur að teljast spennandi fyrir eina jeppaglöðustu þjóð í heimi? Fljúgandi hálka og frost, slagveður, stormur, skafrenningur og skaflar, við þekkjum þetta allt en við fyrstu sýn virðist Polestar 3 reyndar ekkert jeppatröll. Hann er stællegur og nettur en minnir eiginlega miklu meira á sportbíl en tröllslegan trukk. „Við vildum búa til sportbíl. Upplifunin á að vera í anda bíla eins og Porche til dæmis en við krefjandi aðstæður. Polestar 3 er sannarlega fjórhjóladrifinn jeppi en hann býr yfir framúrskarandi aksturseiginleikum sportbíls,“ segir verkfræðiteymi Polestar. Joakim Rydholm, yfirverkfræðingur Polestar Úthugsuð hönnun Og sportlegur er hann. Rennilegur og flottur og hönnunin úthugsuð til þess að minnka vindmótstöðu og auka drægni. Framvængur, innbyggður í vélarhlífina að framan og vindskeiðin ofan við afturhlerann jafna loftflæðið yfir bílinn og rammalaus hönnun hliðarspeglanna minnkar viðnám um allt að 30% miðað við hefðbundna hliðarspegla. Handföng eru inndraganleg og hliðargluggar og hurðarstólpar mynda eitt slétt yfirborð. Bíllinn er allur rennisléttur og fínn. Að setjast inn í hann er upplifun út af fyrir sig. Stýrið er nett eins og í kappakstursbíl, með flatan botn svo auðveldara er að smeygja sér inn í bílinn. Rafstýrð sætin halda þétt utan um mann og hægt að stilla hæð og halla og ekki síst hversu þétt hliðarnar í bílstjórasætinu halda um ökumanninn. Það á eftir að koma sér vel. Hann hefur útlitið með sér. Ég stelst til að máta hann í huganum í innkeyrslunni heima, hreint ekki svo slæmt. Ekki bara útlitið Á flughálli Öxnadalsheiðinni í gulri viðvörun þarf þó meira til en rennilegar línur og nú skyldi reyna á aksturseigileika þessa rafdrifna sportjeppa á hálum ís. „Stígð´ann bara í botn og klossbremsaðu svo þegar ég segi til.“ Við hliðina á mér situr sérfræðingur úr verkfræðingateymi Polestar. Ég hlýði. Viðbragðið er gífurlegt. Bíllinn er 4,7 sekúndur í hundrað og við hreinlega æðum af stað. Grip bílsins er þétt á ísnum og þegar ég negli niður bremsunni á fljúgandi ferð rásar hann ekki tommu til. Polestar 3 notar bæði rafmótora og núningshemla til að hægja á. Ég hef fullkomna stjórn. Og inn á ísbrautina höldum við. Krappar beygjurnar og skafinn ísinn reyna á eiginleika bílsins og óneitanlega á aksturshæfileika ökumanns. Fiðrildin ærast í maganum á mér í fyrstu beygju. Þyngdarpunktur Polestar 3 liggur lágt en rafhlaðan liggur neðst í undirvagninum. Veghæðin bílsins er 201 mm en tveggja hólfa loftpúðafjöðrun hækkar hins vegar undir bílinn um 40 – 50 mm þegar aðstæður krefjast þess og lækkar sjálfkrafa aftur þegar hraðinn eykst. Ég tek þetta með „ekkert jeppatröll“ til baka. Galdurinn á bak við auðvelda stjórn Torque vectoring tvíkúplingakerfið (TVDC) er ásinn upp í ermi Polestar 3 og galdurinn á bakvið hve auðvelt og þægilegt er að keyra þennan bíl og kannski ekki síst hve gaman það er. Kerfið beinir aflinu á ytra hjólið í beygjum og ýtir þannig bílnum eftir þéttari radíus, ólíkt hefðbundnu torque vectoring, sem hemlar innra hjólið til að hjálpa bílnum að beygja skarpar. „Bíllinn á vinna með þér en ekki taka af þér ráðin í akstrinum. Þú stjórnar.“ Þetta segir ferðafélagi minn sem hefur unnið að þróun bílsins frá upphafi og síðustu mánuði þrautprófað og fínstillt viðbragð bílsins við því sem ökumaðurinn gerir. Útkoman er bíll sem bregst nánast við því sem ég hugsa. Við rúllum í gegnum krappar beygjurnar á brautinni eins og ekkert sé. Gegnum tveggja hólfa loftpúðafjöðrunina stillir bíllinn demparahraðann á tveggja millisekúndna fresti og ég get valið milli Standard, Nimble og Firm til að sníða til akstursgæðin í takt við akstursumhverfið. Í Standard stillingu er bíllinn mjúkur á brautinni. Viðnámið í stýrinu er þægilegt og hann bregst við eins og hugur minn án þess að hann sé of mjúkur og við missum jarðtengingu. Ég smelli yfir í Firm og finn greinilega hvernig það stífnar á öllu. Nú finn ég fyrir ójöfnunum á brautinni og stýrið er þyngra, en alls ekki um of. Firm væri flott niður Kambana en ég myndi velja Standard á malarveginum heima í sveit. Eftir hreindýrapottrétt og rótsterkt kaffi um hádegisbilið höldum við aftur út á ísinn. Um leið og við leggjum af stað finn ég að skilyrðin hafa breyst, brautin er mun hálli en í upphafi dags. Mitt fyrsta verk er því að stíga allt í botn á beina kaflanum og negla svo niður bremsunni á hálum ísnum. Við skrikum ekkert til, jahérna! Mjúk lending utan brautar Polestar 3 er búinn tveimur mótorum, einum að framan og einum að aftan og afldreifingunni er stýrt af aksturstölvu. En með einum smelli á skjánum er hægt að aftengja mótorinn að aftan. Þetta lágmarkar orkunotkun og því kjörið á langferðum á beinum og breiðum vegi. Er þá ekki tilvalið að prófa beygjurnar eingöngu á frammótornum, nú þegar hálkan er orðin meiri? Sérfræðingnum við hliðina á mér finnst það upplagt og ég kreppi hendurnar fastar um stýrið. Nú er gott að vita af mjúkum snjóbakkanum meðfram brautinni. Og bakkinn reynist vel í fyrstu beygju, ég flengist útaf. „Notaðu inngjöfina, vertu óhrædd við að stíga hana í botn," segir sérfræðingurinn og ég held að hann sé galinn. Með hjartað í buxunum fylgi ég leiðbeiningum hans í næstu beygju, sný stýrinu örlítið og læt þunga afturhutans ýta mér í gegn. Botna svo inngjöfina á réttu augnabliki og stilli mig um að snúa stýrinu of hart til baka. Ég held niðri í mér andanum en viti menn, bíllinn rífur sig áfram í rétta stefnu út úr beygjunni. Ég þarf reyndar nokkrar atrennur og snjóbakkinn meðfram brautinni tekur virkan þátt í þessari vegferð minni en nú er þetta orðið virkilega gaman. Eftir nokkra hringi erum við sem eitt. Aksturinn er draumi líkastur og bíllinn hlýðir öllu. Ég ek hring eftir hring, annan og annan. Að lokum þarf að kalla okkur inn af brautinni, allir aðrir voru komnir í hús. Í fljúgandi hálku niður Kambana myndi ég þó sennilega ekki aftengja afturmótorinn. Einstakir aksturseiginleikar við krefjandi aðstæður Við erum jeppaglöð þjóð með eindæmum en með ríka tilhneigingu til að velja trukka, til að komast nú örugglega leiðar okkar í öllum veðrum. Það að Polestar 3 teljist strangt til tekið sportbíll gæti staðið í einhverjum. En aksturseiginleikar þessa bíls eru framúrskarandi. Það að miðaldra og til þess að gera varfærinn ökumaður, hafi powerslædað án vandkvæða gegnum íslagðar beygjur á fimm metra löngu og hátt í þriggja tonna tryllitæki segir sitt. Sportleg upplifunin og þægindin hljóta líka að telja á þreytandi langferðum um landið. Og þó appelsínugular viðvaranir séu hluti af íslenskum veruleika eru þau tilvik sem nauðsynlegt er að vera á tröllauknum trukk í minnihluta, í það minnsta fyrir stóran hóp landsmanna. Reynsluakstur á Polestar 3 er allavega vel þess virði ef jeppakaup eru framundan. Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Það geta heyrst brestir í ísnum en hafið engar áhyggjur af því, hann er 70 sentimetra þykkur,“ sögðu þeir, sérfræðingarnir. Klippa: Polestar 3 norðan við heimskautsbaug Í þessu ævintýralega vetrarríki þar sem hreindýr skokka yfir ísbrautina, fer öll hönnun og prófanir Polestar fram. Afhverju hér á hjara veraldar? Jú, ef bíllinn virkar þar sem öfgar í veðri og færð eru ýktari en víðast annarsstaðar í heiminum þá virkar hann allsstaðar. Mér verður hugsað til appelsínugulra viðvarana á Íslandi. Polestar 3 er 100% rafbíll, fyrsti jeppi frameiðandans og fyrsti bíllinn sem kemur út á nýjum rafmagns tæknigrunni sem þróaður er af og deilt með Volvo Cars. Sex ára þróunarvinna liggur að baki þessum bíl og í þessum töluðu rúlla fyrstu eintökin af færibandinu í Chengdu í Kína. Prófunarframleiðsla er einnig hafin í Bandaríkjunum en Polestar 3 er fyrsti bíll Polestar sem framleiddur er í tveimur heimsálfum. Bílarnir fyrir íslenska markaðinn verða framleiddir í Charleston í Bandaríkjunum en sýningarbíll er nú þegar í sal Polestar í Reykjavík. Alvöru jeppi? Fyrstu eintökin koma til landsins í júlí, sem hlýtur að teljast spennandi fyrir eina jeppaglöðustu þjóð í heimi? Fljúgandi hálka og frost, slagveður, stormur, skafrenningur og skaflar, við þekkjum þetta allt en við fyrstu sýn virðist Polestar 3 reyndar ekkert jeppatröll. Hann er stællegur og nettur en minnir eiginlega miklu meira á sportbíl en tröllslegan trukk. „Við vildum búa til sportbíl. Upplifunin á að vera í anda bíla eins og Porche til dæmis en við krefjandi aðstæður. Polestar 3 er sannarlega fjórhjóladrifinn jeppi en hann býr yfir framúrskarandi aksturseiginleikum sportbíls,“ segir verkfræðiteymi Polestar. Joakim Rydholm, yfirverkfræðingur Polestar Úthugsuð hönnun Og sportlegur er hann. Rennilegur og flottur og hönnunin úthugsuð til þess að minnka vindmótstöðu og auka drægni. Framvængur, innbyggður í vélarhlífina að framan og vindskeiðin ofan við afturhlerann jafna loftflæðið yfir bílinn og rammalaus hönnun hliðarspeglanna minnkar viðnám um allt að 30% miðað við hefðbundna hliðarspegla. Handföng eru inndraganleg og hliðargluggar og hurðarstólpar mynda eitt slétt yfirborð. Bíllinn er allur rennisléttur og fínn. Að setjast inn í hann er upplifun út af fyrir sig. Stýrið er nett eins og í kappakstursbíl, með flatan botn svo auðveldara er að smeygja sér inn í bílinn. Rafstýrð sætin halda þétt utan um mann og hægt að stilla hæð og halla og ekki síst hversu þétt hliðarnar í bílstjórasætinu halda um ökumanninn. Það á eftir að koma sér vel. Hann hefur útlitið með sér. Ég stelst til að máta hann í huganum í innkeyrslunni heima, hreint ekki svo slæmt. Ekki bara útlitið Á flughálli Öxnadalsheiðinni í gulri viðvörun þarf þó meira til en rennilegar línur og nú skyldi reyna á aksturseigileika þessa rafdrifna sportjeppa á hálum ís. „Stígð´ann bara í botn og klossbremsaðu svo þegar ég segi til.“ Við hliðina á mér situr sérfræðingur úr verkfræðingateymi Polestar. Ég hlýði. Viðbragðið er gífurlegt. Bíllinn er 4,7 sekúndur í hundrað og við hreinlega æðum af stað. Grip bílsins er þétt á ísnum og þegar ég negli niður bremsunni á fljúgandi ferð rásar hann ekki tommu til. Polestar 3 notar bæði rafmótora og núningshemla til að hægja á. Ég hef fullkomna stjórn. Og inn á ísbrautina höldum við. Krappar beygjurnar og skafinn ísinn reyna á eiginleika bílsins og óneitanlega á aksturshæfileika ökumanns. Fiðrildin ærast í maganum á mér í fyrstu beygju. Þyngdarpunktur Polestar 3 liggur lágt en rafhlaðan liggur neðst í undirvagninum. Veghæðin bílsins er 201 mm en tveggja hólfa loftpúðafjöðrun hækkar hins vegar undir bílinn um 40 – 50 mm þegar aðstæður krefjast þess og lækkar sjálfkrafa aftur þegar hraðinn eykst. Ég tek þetta með „ekkert jeppatröll“ til baka. Galdurinn á bak við auðvelda stjórn Torque vectoring tvíkúplingakerfið (TVDC) er ásinn upp í ermi Polestar 3 og galdurinn á bakvið hve auðvelt og þægilegt er að keyra þennan bíl og kannski ekki síst hve gaman það er. Kerfið beinir aflinu á ytra hjólið í beygjum og ýtir þannig bílnum eftir þéttari radíus, ólíkt hefðbundnu torque vectoring, sem hemlar innra hjólið til að hjálpa bílnum að beygja skarpar. „Bíllinn á vinna með þér en ekki taka af þér ráðin í akstrinum. Þú stjórnar.“ Þetta segir ferðafélagi minn sem hefur unnið að þróun bílsins frá upphafi og síðustu mánuði þrautprófað og fínstillt viðbragð bílsins við því sem ökumaðurinn gerir. Útkoman er bíll sem bregst nánast við því sem ég hugsa. Við rúllum í gegnum krappar beygjurnar á brautinni eins og ekkert sé. Gegnum tveggja hólfa loftpúðafjöðrunina stillir bíllinn demparahraðann á tveggja millisekúndna fresti og ég get valið milli Standard, Nimble og Firm til að sníða til akstursgæðin í takt við akstursumhverfið. Í Standard stillingu er bíllinn mjúkur á brautinni. Viðnámið í stýrinu er þægilegt og hann bregst við eins og hugur minn án þess að hann sé of mjúkur og við missum jarðtengingu. Ég smelli yfir í Firm og finn greinilega hvernig það stífnar á öllu. Nú finn ég fyrir ójöfnunum á brautinni og stýrið er þyngra, en alls ekki um of. Firm væri flott niður Kambana en ég myndi velja Standard á malarveginum heima í sveit. Eftir hreindýrapottrétt og rótsterkt kaffi um hádegisbilið höldum við aftur út á ísinn. Um leið og við leggjum af stað finn ég að skilyrðin hafa breyst, brautin er mun hálli en í upphafi dags. Mitt fyrsta verk er því að stíga allt í botn á beina kaflanum og negla svo niður bremsunni á hálum ísnum. Við skrikum ekkert til, jahérna! Mjúk lending utan brautar Polestar 3 er búinn tveimur mótorum, einum að framan og einum að aftan og afldreifingunni er stýrt af aksturstölvu. En með einum smelli á skjánum er hægt að aftengja mótorinn að aftan. Þetta lágmarkar orkunotkun og því kjörið á langferðum á beinum og breiðum vegi. Er þá ekki tilvalið að prófa beygjurnar eingöngu á frammótornum, nú þegar hálkan er orðin meiri? Sérfræðingnum við hliðina á mér finnst það upplagt og ég kreppi hendurnar fastar um stýrið. Nú er gott að vita af mjúkum snjóbakkanum meðfram brautinni. Og bakkinn reynist vel í fyrstu beygju, ég flengist útaf. „Notaðu inngjöfina, vertu óhrædd við að stíga hana í botn," segir sérfræðingurinn og ég held að hann sé galinn. Með hjartað í buxunum fylgi ég leiðbeiningum hans í næstu beygju, sný stýrinu örlítið og læt þunga afturhutans ýta mér í gegn. Botna svo inngjöfina á réttu augnabliki og stilli mig um að snúa stýrinu of hart til baka. Ég held niðri í mér andanum en viti menn, bíllinn rífur sig áfram í rétta stefnu út úr beygjunni. Ég þarf reyndar nokkrar atrennur og snjóbakkinn meðfram brautinni tekur virkan þátt í þessari vegferð minni en nú er þetta orðið virkilega gaman. Eftir nokkra hringi erum við sem eitt. Aksturinn er draumi líkastur og bíllinn hlýðir öllu. Ég ek hring eftir hring, annan og annan. Að lokum þarf að kalla okkur inn af brautinni, allir aðrir voru komnir í hús. Í fljúgandi hálku niður Kambana myndi ég þó sennilega ekki aftengja afturmótorinn. Einstakir aksturseiginleikar við krefjandi aðstæður Við erum jeppaglöð þjóð með eindæmum en með ríka tilhneigingu til að velja trukka, til að komast nú örugglega leiðar okkar í öllum veðrum. Það að Polestar 3 teljist strangt til tekið sportbíll gæti staðið í einhverjum. En aksturseiginleikar þessa bíls eru framúrskarandi. Það að miðaldra og til þess að gera varfærinn ökumaður, hafi powerslædað án vandkvæða gegnum íslagðar beygjur á fimm metra löngu og hátt í þriggja tonna tryllitæki segir sitt. Sportleg upplifunin og þægindin hljóta líka að telja á þreytandi langferðum um landið. Og þó appelsínugular viðvaranir séu hluti af íslenskum veruleika eru þau tilvik sem nauðsynlegt er að vera á tröllauknum trukk í minnihluta, í það minnsta fyrir stóran hóp landsmanna. Reynsluakstur á Polestar 3 er allavega vel þess virði ef jeppakaup eru framundan.
Bílar Vistvænir bílar Samgöngur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira