Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 14:26 Palestínumenn syrgja fallna samlanda sína við Al Aqsa spítalann í Deir al Balah í dag. AP Photo/Adel Hana Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt. Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan: Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan:
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03