Cristiano Ronaldo í bann fyrir klúra látbragðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 06:31 Cristiano Ronaldo missir af næsta leik Al Nassr vegna hegðunar sinnar eftir síðasta leik. Getty/ Yasser Bakhsh Portúgalinn Cristiano Ronaldo var i gær dæmdur í eins leiks bann fyrir „fagnaðarlæti“ sín eftir síðasta leik Al Nassr í sádi-arabísku deildinni. Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Ronaldo brást ekki allt of vel við því að stuðningsmenn mótherjanna höfðu sungið nafn Messi hvað eftir annað í leiknum. Ronaldo og félagar unnu 3-2 sigur á Al Shabab og skoraði hann fyrsta markið úr víti. Ronaldo sneri sér að stuðningsmönnum Al Shabab í leikslok og fagnaði sigrinum með klúru látbragði þar sem hann hélt hendinni fyrst upp við eyrað sitt en pumpaði síðan hendinni fyrir framan mjöðmina á klámfenginn hátt. Myndband af atvikinu náðist ekki á sjónvarpsmyndavélar en símamyndbönd úr stúkunni fóru á fulla ferð á samfélagsmiðlum. Aganefnd sádi-arabíska sambandsins ákvað að taka málið fyrir. Ronaldo fær eins leiks bann og þarf líka að borga sekt og málskostnað Al Shabab. Sektin er upp á tíu þúsund sádi-arabíska ríala en það kostaði tuttugu þúsund ríala að senda inn kvörtunina. Þrjátíu þúsund ríalar eru rúmar 740 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki mikill peningur fyrir Ronaldo. Ronaldo er markahæstur í deildinni með 22 mörk en Al Nassr er fjórum stigum á eftir toppliði Al Hilal. Liðið er líka komið í átta liða úrslit asísku meistaradeildarinnar sem er keppni sem Al Nassr hefur aldrei unnið. Cristiano Ronaldo given one-match ban by Saudi Arabian Football Federation after causing 'public excitement by gesture' when celebrating.Ronaldo was judged to make an offensive gesture to the crowd during Al-Nassr's latest 3-2 win, and was also fined https://t.co/BrvsgU3TtS pic.twitter.com/R8pORppixX— Mirror Football (@MirrorFootball) February 29, 2024
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira