„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:46 Thea Imani Sturludóttir þurfti óþarflega oft að reyna skot yfir þétta hávörn Svía í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. „Þessar lokatölur sýna ekki hvernig við spiluðum leikinn og við hefðum viljað halda þeim miklu nær okkur út allan leikinn. Þetta er bara svekkjandi,“ sagði Thea í viðtali við Vísi í leikslok. „Mér fannst við alveg ná að halda þeim á góðum stað í svona 40 mínútur. Þær eru rosalega vel drillaðar og bara flott lið þannig við þurfum bara að vanda okkur betur, sérstaklega í sókn og hvert við skilum boltanum því þær eru grimmar að refsa ef skotin eru ekki einu sinni á markið. Þær eru rosalega góðar í því.“ Thea hefur oft átt betri daga inni á handboltavellinum, en hún þurfti oft og tíðum að taka erfið skot gegn sterkri hávörn Svía þegar dómarar leiksins voru komnir með hendurnar á loft. „Þetta var ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna hér í dag. Á þessu leveli er það bara eiginlega ekki boðlegt. Jú, þetta voru erfið færi sem ég var að fá, en þegar ég fékk betri færi þá var ég ekki að nýta þau heldur. Þannig ég skoða fyrir næsta leik hvað ég þarf að gera betur og er spennt að fá að mæta þeim aftur.“ Íslenska liðið mætir Svíum einmitt aftur næstkomandi laugardag úti í Svíþjóð og Thea segir það tækifæri til að sýna betri frammistöðu. „Við erum að reyna að taka eins mikið og við getum út úr þessu verkefni til að bæta okkur sem lið. Þannig að þegar það kemur að því þá erm við bara klárar í mikilvæg verkefni,“ sagði Thea að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
„Þessar lokatölur sýna ekki hvernig við spiluðum leikinn og við hefðum viljað halda þeim miklu nær okkur út allan leikinn. Þetta er bara svekkjandi,“ sagði Thea í viðtali við Vísi í leikslok. „Mér fannst við alveg ná að halda þeim á góðum stað í svona 40 mínútur. Þær eru rosalega vel drillaðar og bara flott lið þannig við þurfum bara að vanda okkur betur, sérstaklega í sókn og hvert við skilum boltanum því þær eru grimmar að refsa ef skotin eru ekki einu sinni á markið. Þær eru rosalega góðar í því.“ Thea hefur oft átt betri daga inni á handboltavellinum, en hún þurfti oft og tíðum að taka erfið skot gegn sterkri hávörn Svía þegar dómarar leiksins voru komnir með hendurnar á loft. „Þetta var ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna hér í dag. Á þessu leveli er það bara eiginlega ekki boðlegt. Jú, þetta voru erfið færi sem ég var að fá, en þegar ég fékk betri færi þá var ég ekki að nýta þau heldur. Þannig ég skoða fyrir næsta leik hvað ég þarf að gera betur og er spennt að fá að mæta þeim aftur.“ Íslenska liðið mætir Svíum einmitt aftur næstkomandi laugardag úti í Svíþjóð og Thea segir það tækifæri til að sýna betri frammistöðu. „Við erum að reyna að taka eins mikið og við getum út úr þessu verkefni til að bæta okkur sem lið. Þannig að þegar það kemur að því þá erm við bara klárar í mikilvæg verkefni,“ sagði Thea að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22