Tímamót í jeppasögunni – Konungurinn er mættur Toyota á Íslandi 29. febrúar 2024 10:09 Nýr Toyota Land Cruiser 250 tekur við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. Verið velkomin á forsýningu á þessum glæsilega jeppa og sögusýningu í Toyota Kauptúni, laugardaginn 2. mars milli kl. 12 og 16. Jeppaunnendum er óhætt að taka laugardaginn 2. mars frá, því þá verður í fyrsta sinn hægt að sjá Land Cruiser 250 á Íslandi. Þetta er upptakturinn að kynslóðaskiptum því seinna á árinu tekur Land Cruiser 250 við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. „Það ríkir mikil spenna hér innanhúss og auðvitað líka á meðal íslenskra jeppaáhugamanna,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. „Það er alltaf viðburður í sögu Toyota þegar nýr Land Cruiser er kynntur til sögunnar, ekki síst hér á Íslandi en Land Cruiser hefur verið flaggskipið okkar hér á landi í langan tíma. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga enda strax kominn langur biðlisti eftir nýja jeppanum.“ Glæsileg saga þessa konungs jeppanna heldur því áfram. Fyrsta eintakið af Land Cruiser 250 kom til landsins á dögunum. Þetta er sýningareintak sem er á ferð um Evrópu til að kynna nýja kynslóð og stoppar hér á landi í aðeins örfáa daga. „Nýi Land Cruiserinn er mjög fjölhæfur og sterkur alvöru jeppi með enn betri og sterkari grind en forveri sinn. Fimm útfærslur verða í boði í almennri sölu; First Edition, Luxury, VX, GX og LX. Hann er því sannarlega bíll sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður.“ Fróðleg og skemmtileg sögusýning Í tilefni af komu bílsins og forsýningar á honum verður efnt til Land Cruiser sögusýningar þar sem rúmlega 70 ára sögu bílsins verða gerð skil og vel valin eintök frá fyrri árum verða sýnd. „Það ætlum við m.a. að sýna nokkur gömul og falleg eintök af Land Cruiser jeppum en saga hans hér á landi er rúmlega hálfrar aldar gömul. Auk þess verðum við með ýmsan fróðleik um sögu Land Cruiser jeppanna á Íslandi. Þessi sýning er mikill hvalreki fyrir allt áhugafólk um jeppa og þá sérstaklega Land Cruiser jeppann.“ Forsýning á Land Cruiser 250 og sögusýning hefst í Toyota Kauptúni á laugardaginn 2. mars kl. 12 og stendur yfir til kl. 16. Nánari upplýsingar á vef Toyota á Íslandi. Bílar Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Þetta er upptakturinn að kynslóðaskiptum því seinna á árinu tekur Land Cruiser 250 við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. „Það ríkir mikil spenna hér innanhúss og auðvitað líka á meðal íslenskra jeppaáhugamanna,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi. „Það er alltaf viðburður í sögu Toyota þegar nýr Land Cruiser er kynntur til sögunnar, ekki síst hér á Íslandi en Land Cruiser hefur verið flaggskipið okkar hér á landi í langan tíma. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga enda strax kominn langur biðlisti eftir nýja jeppanum.“ Glæsileg saga þessa konungs jeppanna heldur því áfram. Fyrsta eintakið af Land Cruiser 250 kom til landsins á dögunum. Þetta er sýningareintak sem er á ferð um Evrópu til að kynna nýja kynslóð og stoppar hér á landi í aðeins örfáa daga. „Nýi Land Cruiserinn er mjög fjölhæfur og sterkur alvöru jeppi með enn betri og sterkari grind en forveri sinn. Fimm útfærslur verða í boði í almennri sölu; First Edition, Luxury, VX, GX og LX. Hann er því sannarlega bíll sem hentar frábærlega við íslenskar aðstæður.“ Fróðleg og skemmtileg sögusýning Í tilefni af komu bílsins og forsýningar á honum verður efnt til Land Cruiser sögusýningar þar sem rúmlega 70 ára sögu bílsins verða gerð skil og vel valin eintök frá fyrri árum verða sýnd. „Það ætlum við m.a. að sýna nokkur gömul og falleg eintök af Land Cruiser jeppum en saga hans hér á landi er rúmlega hálfrar aldar gömul. Auk þess verðum við með ýmsan fróðleik um sögu Land Cruiser jeppanna á Íslandi. Þessi sýning er mikill hvalreki fyrir allt áhugafólk um jeppa og þá sérstaklega Land Cruiser jeppann.“ Forsýning á Land Cruiser 250 og sögusýning hefst í Toyota Kauptúni á laugardaginn 2. mars kl. 12 og stendur yfir til kl. 16. Nánari upplýsingar á vef Toyota á Íslandi.
Bílar Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira