Búin að jafna sig á áfallinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Sigurjón Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. „Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30