Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 28. febrúar 2024 01:03 Rútan byrjuð að fara yfir á rangan vegarhelming. Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. „Ég var bara að keyra í bæinn og svo gerist þetta bara á fimm sekúndum. Rútan sveigir bara allt í einu inn á okkar vegahelming. Þar sem er járn á milli akreina sitthvoru megin við mig,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sólborg var rétt að koma að álverinu í Straumsvík á fjórða tímanum í dag þegar rútubílstjórinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Hún telur líklega hafa munað þremur sekúndum að hún fengi rútuna framan á sig. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atvikið má sjá í myndbandinu að neðan úr mælaborðsmyndavél Ísleifs Jónssonar. „Mér fannst í augnablikinu eins og vinnubíllinn fyrir framan hefði hemlað og hann hefði brugðist þannig við með því að fara yfir á hina akreinina. Hann hafði allan tímann í heiminum til að fara út í kant. Hann keyrði framhjá okkur mjög hratt,“ segir Sólborg greinilega brugðið. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.JCI „Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá. Það eru banaslys sem gerast liggur við á hverju ári og runa af banaslysum bara núna í janúar og febrúar. Ég veit ekki hversu mikið þarf til.“ Mbl vakti fyrst athygli á aksturslagi rútunnar og ræddi við Harald Ingþórsson sem var nokkrum bílum fyrir aftan Sólborgu. Í bílnum með Haraldi var Vilhjálmur Magnússon sem fylgdist með rútunni í baksýnisspeglinum. „Vilhjálmur fylgdist svo með rútunni í baksýnisspeglinum og sá hana keyra áfram á öfugum vegarhelmingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eftir í speglinum. Það kemur fljótlega þarna brekka og blindhæð fyrir aftan okkur en við vitum svo ekkert hvernig bílarnir sem komu á eftir okkur brugðust við,“ sagði Haraldur við Mbl. Líkt og Sólborgu var honum verulega brugðið. Umferðaröryggi Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Ég var bara að keyra í bæinn og svo gerist þetta bara á fimm sekúndum. Rútan sveigir bara allt í einu inn á okkar vegahelming. Þar sem er járn á milli akreina sitthvoru megin við mig,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Sólborg var rétt að koma að álverinu í Straumsvík á fjórða tímanum í dag þegar rútubílstjórinn fór yfir á öfugan vegarhelming. Hún telur líklega hafa munað þremur sekúndum að hún fengi rútuna framan á sig. Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Atvikið má sjá í myndbandinu að neðan úr mælaborðsmyndavél Ísleifs Jónssonar. „Mér fannst í augnablikinu eins og vinnubíllinn fyrir framan hefði hemlað og hann hefði brugðist þannig við með því að fara yfir á hina akreinina. Hann hafði allan tímann í heiminum til að fara út í kant. Hann keyrði framhjá okkur mjög hratt,“ segir Sólborg greinilega brugðið. Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.JCI „Ég held ég hafi verið bíll númer tvö sem mætti honum þarna. Það er nýbúið að vera banaslys þarna. Ég er reiðust yfir því að þetta sé ekki tvöfaldað. Ég sat í stjórn hópsins Stopp hingað og ekki lengra! sem hefur verið að berjast fyrir tvöfölduninni. Við fórum á fund með samgönguráðherra 2018-19 og ég veit ekki hver staðan er enn þá. Það eru banaslys sem gerast liggur við á hverju ári og runa af banaslysum bara núna í janúar og febrúar. Ég veit ekki hversu mikið þarf til.“ Mbl vakti fyrst athygli á aksturslagi rútunnar og ræddi við Harald Ingþórsson sem var nokkrum bílum fyrir aftan Sólborgu. Í bílnum með Haraldi var Vilhjálmur Magnússon sem fylgdist með rútunni í baksýnisspeglinum. „Vilhjálmur fylgdist svo með rútunni í baksýnisspeglinum og sá hana keyra áfram á öfugum vegarhelmingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eftir í speglinum. Það kemur fljótlega þarna brekka og blindhæð fyrir aftan okkur en við vitum svo ekkert hvernig bílarnir sem komu á eftir okkur brugðust við,“ sagði Haraldur við Mbl. Líkt og Sólborgu var honum verulega brugðið.
Umferðaröryggi Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11 Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16 Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18. september 2023 22:11
Fjórtán ára flúði lögreglu á ofsahraða á Holtavörðuheiði Fjórtán ára unglingur er grunaður um að hafa ekið á ofsahraða yfir Holtavörðuheiði á föstudag. Málið var tilkynnt til barnaverndar. 5. október 2022 10:16
Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni. 10. mars 2022 14:02