Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni varar fólk við því að dvelja í Grindavík. Lítill sem enginn fyrirvari verði á næsta eldgosi. Vísir/Einar Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04