Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 16:35 Frá eldgosi við Grindavík fyrr á árinu. Vísir/RAX Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ segir í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Í frétt Veðurstofunnar segir að mögulegt sé að kvikuhlaup fari af stað án þess að til eldgoss komi. Nýjustu líkanreikningar Veðurstofunnar sýna nú að um 7.6 milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 til 13 milljón rúmmetrum. „Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hætti nást neðri mörk á morgun,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að skjálftavirkni hafi aukist örlítið um helgina og að mesta virknin hafi verið rétt austan við Sýlingarfell. Staðsetning skjálftavirkninnar er sögð á þeim slóðum þar sem talið er að austurendi kvikuinnskotsins undir Svartsengi liggi. Það sé sambærilegt þeirri skjálftavirkni sem sést hefur dagana fyrir eldgos. Uppfært hættumat Í ljósi þessa hefur Veðurstofan uppfært hættumat fyrir umbrotasvæðin. Auknar líkur á eldgosi og þar með eldgosavá því tengdu hefur áhrif á hættumatið. Hættustig hefur verið aukið á nokkrum svæðum. Óbreyttur litur er á svæði 4 – Grindavík – en engu að síður er aukin hætta innan þess svæðis vegna mögulegs hraunflæðis. Sama gildir um svæði 1 – Svartsengi. Nýtt hættumat þann 26.2.2024Veðurstofan Engar verulegar landbreytingar sjást innan Grindavíkur á GPS eða gervihnattagögnum. En líklegt er að nýjar sprungur komi í ljós á yfirborði þegar snjór bráðnar eða þegar jarðvegur hreyfist vegna úrkomu og fellur ofan í sprungur sem þegar hafa myndast. Líklegar sviðsmyndir Þá kemur fram að það sé áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp til yfirborðs mun þá koma fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft sé til fyrri eldgosa á svæðinu gæti eldgos hafist með litlum fyrirvara, innan við 30 mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira