Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 08:38 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur sínar kenningar um landris á Íslandi. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að lokast. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar veltir Þorvaldur því upp hvernig eigi að bregðast við komi til þess að Reykjanesbrautin muni fara undir hraun. „Það er raunveruleg hætta á því en hún er kannski lítil. Við erum að tala um mjög litlar líkur. Þegar við erum að tala um líkur á svona atburðum þá er það yfirleitt í fjórða, fimmta og sjötta aukastaf.“ Þorvaldur segir að stjórnvöld þurfi þó að spyrja áleitinna spurninga um þennan viðburð. Meðal annars hvernig eigi að koma umferð frá Suðurnesjum og frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en Þorvaldur segir að sér vitandi séu engar áætlanir til. „En þetta er bara mjög raunhæf spurning. Ef til dæmis kemur upp gos á norðurhluta Sundhnjúkareinarinnar þá mun hraunið sennilega flæða til norðurs og þá er spurning hversu ötullega það flæðir í þá átt og hversu vel því er beint í þá áttina.“ Þorvaldur rifjar upp þegar hraun rann yfir heitavatnslögn þann 8. febrúar síðastliðinn. Hraunið hafi farið hratt frá gígunum og um farveg. Muni það gerast aftur og gjósa nokkuð duglega geti hraun náð til Reykjanesbrautarinnar á tiltölulega stuttum tíma. „Við megum ekki alltaf reikna með því að hraunið breiði úr sér og að þetta taki langan tíma að fara. Ef það fer í farveg þá getur það farið langar vegalengdir tiltölulega fljótt.“ Óljóst hvað veldur víðfeðmu landrisi Þá segir Þorvaldur að greining á nýlegum gervihnattarmyndum af öllu landinu leiði í ljós greinilegt og víðfeðmt landris. Af myndunum að dæma sé það mest undir og við Vatnajökul. Ýmsar kenningar séu um það hvers vegna þetta gerist og er ein að þetta geti verið vegna bráðnun jökla. „Það er ein túlkunin. Ég held að við verðum að skoða aðra möguleika,“ segir Þorvaldur. Hann bendir á að ekkert augljóst landris sé í kringum Hofsjökul og Langjökul þó ljóst sé að þeir jöklar bráðni alveg jafn hratt og Vatnajökull. Hvað er það þá? „Þetta eru náttúrulega bara vangaveltur eins og er, en ég velti því fyrir mér hvort það geti verið möttulstrókurinn, sem kemur mjög djúpt að, úr iðrum jarðar upp undir Íslandi og er ástæðan fyrir því að Ísland stendur upp úr sjónum,“ segir Þorvaldur. Möguleiki á aukinni gostíðni um land allt Hann segir möttulstrókinn gríðarlega öflugt fyrirbæri sem lyfti Íslandi langt upp úr jörðu. Ef það sé aukning í virkni geti það verið skýringin. „Ef það er aukning í honum, myndi það ekki þá valda auknu landrisi á Íslandi sem væri víðfeðmt og væri þá út frá miðju möttulstróksins sem er undir norðvestanverðum Vatnajökli?“ Hvað þýðir þetta? „Þetta gæti þýtt það að ef þetta er rétt þá myndum við fá aukna kvikuvirkni undir Íslandi, sem getur þá leitt til aukinnar gostíðni og jafnvel til stærri gosa. Almennt séð yfir allt Ísland. Þetta er möguleiki sem við verðum að taka alvarlega og skoða vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25. febrúar 2024 15:07 Sífellt erfiðara að sjá fyrir upphaf eldgoss Fyrirvarinn á næsta eldgosi á Reykjanesi gæti orðið innan við hálftími að mati jarðeðlisfræðings. Merkin sem fylgst er með í aðdraganda eldgosa verði sífellt veikari eftir því sem atburðunum á svæðinu fjölgar. 23. febrúar 2024 18:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar veltir Þorvaldur því upp hvernig eigi að bregðast við komi til þess að Reykjanesbrautin muni fara undir hraun. „Það er raunveruleg hætta á því en hún er kannski lítil. Við erum að tala um mjög litlar líkur. Þegar við erum að tala um líkur á svona atburðum þá er það yfirleitt í fjórða, fimmta og sjötta aukastaf.“ Þorvaldur segir að stjórnvöld þurfi þó að spyrja áleitinna spurninga um þennan viðburð. Meðal annars hvernig eigi að koma umferð frá Suðurnesjum og frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en Þorvaldur segir að sér vitandi séu engar áætlanir til. „En þetta er bara mjög raunhæf spurning. Ef til dæmis kemur upp gos á norðurhluta Sundhnjúkareinarinnar þá mun hraunið sennilega flæða til norðurs og þá er spurning hversu ötullega það flæðir í þá átt og hversu vel því er beint í þá áttina.“ Þorvaldur rifjar upp þegar hraun rann yfir heitavatnslögn þann 8. febrúar síðastliðinn. Hraunið hafi farið hratt frá gígunum og um farveg. Muni það gerast aftur og gjósa nokkuð duglega geti hraun náð til Reykjanesbrautarinnar á tiltölulega stuttum tíma. „Við megum ekki alltaf reikna með því að hraunið breiði úr sér og að þetta taki langan tíma að fara. Ef það fer í farveg þá getur það farið langar vegalengdir tiltölulega fljótt.“ Óljóst hvað veldur víðfeðmu landrisi Þá segir Þorvaldur að greining á nýlegum gervihnattarmyndum af öllu landinu leiði í ljós greinilegt og víðfeðmt landris. Af myndunum að dæma sé það mest undir og við Vatnajökul. Ýmsar kenningar séu um það hvers vegna þetta gerist og er ein að þetta geti verið vegna bráðnun jökla. „Það er ein túlkunin. Ég held að við verðum að skoða aðra möguleika,“ segir Þorvaldur. Hann bendir á að ekkert augljóst landris sé í kringum Hofsjökul og Langjökul þó ljóst sé að þeir jöklar bráðni alveg jafn hratt og Vatnajökull. Hvað er það þá? „Þetta eru náttúrulega bara vangaveltur eins og er, en ég velti því fyrir mér hvort það geti verið möttulstrókurinn, sem kemur mjög djúpt að, úr iðrum jarðar upp undir Íslandi og er ástæðan fyrir því að Ísland stendur upp úr sjónum,“ segir Þorvaldur. Möguleiki á aukinni gostíðni um land allt Hann segir möttulstrókinn gríðarlega öflugt fyrirbæri sem lyfti Íslandi langt upp úr jörðu. Ef það sé aukning í virkni geti það verið skýringin. „Ef það er aukning í honum, myndi það ekki þá valda auknu landrisi á Íslandi sem væri víðfeðmt og væri þá út frá miðju möttulstróksins sem er undir norðvestanverðum Vatnajökli?“ Hvað þýðir þetta? „Þetta gæti þýtt það að ef þetta er rétt þá myndum við fá aukna kvikuvirkni undir Íslandi, sem getur þá leitt til aukinnar gostíðni og jafnvel til stærri gosa. Almennt séð yfir allt Ísland. Þetta er möguleiki sem við verðum að taka alvarlega og skoða vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25. febrúar 2024 15:07 Sífellt erfiðara að sjá fyrir upphaf eldgoss Fyrirvarinn á næsta eldgosi á Reykjanesi gæti orðið innan við hálftími að mati jarðeðlisfræðings. Merkin sem fylgst er með í aðdraganda eldgosa verði sífellt veikari eftir því sem atburðunum á svæðinu fjölgar. 23. febrúar 2024 18:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26
Mikilvægt að sjá til þess að allir Grindvíkingar hafi þak yfir höfuðið „Það er óvissa með nánast allt þegar kemur að Grindavík,“ sagði Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar í Sprengisandi í morgun. Þar var hún ásamt Ágústi Bjarna Garðarssyni þingmanni Framsóknar en þau ræddu málefni Grindavíkur. 25. febrúar 2024 15:07
Sífellt erfiðara að sjá fyrir upphaf eldgoss Fyrirvarinn á næsta eldgosi á Reykjanesi gæti orðið innan við hálftími að mati jarðeðlisfræðings. Merkin sem fylgst er með í aðdraganda eldgosa verði sífellt veikari eftir því sem atburðunum á svæðinu fjölgar. 23. febrúar 2024 18:36