Volódímír Selenskí Úkraínuforseti tók á móti vestrænum leiðtogum við Hostomel-flugvöll í útjaðri borgarinnar, vettvang lykilbardaga í upphafi stríðs. Þar hvatti hann þjóð sína til að berjast áfram.
„Allir rússneskir morðingar, Pútín þar fremstur í flokki, verða að svara fyrir það sem þeir hafa gert. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja Úkraínu réttlæti,“ sagði Selenskí og efndi svo til mínútuþagnar til að minnast fallinna hermanna.
Forsetinn stendur nú frammi fyrir því erfiða verkefni að fjármagna áframhaldandi baráttu Úkraínumanna. Blendnar tilfinningar brutust um í íbúum Kænugarðs í dag, eins og sjá má í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Í innslaginu fer Samúel Karl Ólason fréttamaður einnig yfir stöðu stríðsins í myndveri í beinni útsendingu.