Af þeim 46 sem sóttu um starfið drógu þrír umsókn sína til baka. Að neðan má sjá lista yfir umsækjendur um starfið.
- Adam Óttarsson stuðningsfulltrúi
- Alexander Ingvarsson stafrænn tæknimaður
- Alla Moiseeva umönnunaraðili
- Andrea Pilar Valencia Rivero túlkur
- Auðunn Arnórsson verkefnastjóri og blaðamaður
- Árdís Sigurðardóttir þýðandi og verkefnastjóri
- Birgitta Guðrún Ásgrímsdóttir skrifstofustjóri
- Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri
- Cloue Mae Tuyor Reducto þjónustufulltrúi
- Davíð Roach Gunnarsson textasmiður
- Edda Rún Ragnarsdóttir sérfræðingur
- Elina Bohutska vaktstjóri
- Elizabeth Marie Walgenbach verkefnisráðinn nýdoktor
- Eva Karen Guðrúnardóttir nemi í fjölmiðlafræði
- Fannar Karvel Steindórsson framkvæmdastjóri
- Grégory D. Ferdinand Cattaneo kennari
- Guðrún Óla Jónsdóttir textasmiður og ritstjóri
- Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir prófarkalesari og textasmiður
- Gunnhildur Björg Baldursdóttir sölufulltrúi
- Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifstofustarfsmaður
- Harpa Grétarsdóttir markaðsstjóri
- Hreinn Ómar Smárason deildarstjóri samskiptadeildar
- Hringur Árnason sérhæfður starfsmaður
- Hörður Vilberg Lárusson blaðamaður
- Jeannette Jeffrey deildarstjóri
- Jóhanna María Kristinsdóttir verkefnastjóri
- Jón Agnar Ólason efnisritstjóri
- Katrín Vinther Reynisdóttir leiðbeinandi
- Klara Hödd Ásgrímsdóttir sérfræðingur í samskipta- og kynningarmálum
- Klara Ósk Gunnarsdóttir afgreiðslukona
- Lára Garðarsdóttir ritstjóri og blaðamaður
- Margrét Lára Baldursdóttir nemi í skipulagsfræði
- María Björk Lárusdóttir sérfræðingur og fjölmiðlaráðgjafi
- Ólafur Unnar Kristjánsson framkvæmdastjóri
- Róbert Ingi Douglas upplýsingastjóri
- Sandra Rós Björnsdóttir margmiðlunarhönnuður
- Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir sölu & markaðsstjóri
- Svanhildur Erla Traustadóttir markaðsfulltrúi
- Vigdís Arna Jóns. Þuríðardóttir verkefnastýra
- Þorbjörg Alda Marinósdóttir framkvæmdastjóri
Tobba var á endanum ráðin en hún hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum. Hún starfaði sem blaðamaður um árabil og á ferlinum hefur hún meðal annars ritstýrt DV og matarvef MBLis.
Hún starfaði einnig forstöðukona markaðssviðs Skjás eins í fimm ár og hefur gefið út nokkrar bækur. Nú síðast stofnaði hún og rak fyrirtækið Granólabarinn og er eigandi fyrirtækisins Náttúrulega gott.
Tobba útskrifaðist með BA í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl árið 2008 frá University of Derby. Árið 2018 lauk hún MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.
Starfið var auglýst laust til umsóknar 11. janúar sl. Alls bárust 43 umsóknir um starfið. Tobba tekur við starfinu af Sylvíu Rut Sigfúsdóttur, fyrrverandi blaðamanni meðal annars á Vísi, sem færði sig yfir til Advania á dögunum eftir ár í ráðuneytinu.