„Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni“ Atli Arason skrifar 22. febrúar 2024 23:06 Craig Pedersen, þjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn í kvöld, enda enginn þörf á því. Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15