„Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni“ Atli Arason skrifar 22. febrúar 2024 23:06 Craig Pedersen, þjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn í kvöld, enda enginn þörf á því. Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum