Tvö eyru og einn munn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 08:01 „Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
„Mundu að þú ert með tvö eyru og einn munn” sagði amma mín reglulega við okkur systkinin enda er það ágætis regla að við hlustum meira en við tölum. Við sem störfum í stjórnmálum þurfum að hafa þetta hlutfall milli eyrna og munns sérstaklega ofarlega í huga. Einn mikilvægasti þáttur starfsins er að hitta og hlusta á fólk. Hvað brennur þeim í brjósti, hverjar eru áskoranir þeirra og tækifæri. Skilja ólíkar aðstæður fólks, heyra af nýjum hugmyndum, tækifærum og framtíðarsýn. Hringferð þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og þá gefst okkur tækifæri til að eiga milliliðalaust samtali við fólk um land allt. Í gær sóttum við fund í Reykjanesbæ. Í dag förum við á Akranes, Húnaþing vestra og Blönduós. Á laugardag verður ferðinni heitið á Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Mývatnssveit, Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Eskifjörður verður á leið okkar á sunnudag. Á mánudag verðum við á Djúpavogi, Höfn, Kirkjubæjarklaustri og Vík. Við endum hringferðina á Hvolsvelli, Reykholti, Flúðum, Hrunamannahreppi, Selfossi og Ölfus. Að lokinni hringferð mun ég síðan heimsækja skóla og fyrirtæki í mínu kjördæmi, Reykjavík. Að mæta fólki í sinni heimabyggð er verðmætt, við getum sett okkur inn í raunverulegar aðstæður fólks, hitt þau á heimavelli og í kjölfarið lagt okkar af mörkum til að knýja fram breytingar til góðs á samfélaginu okkar, mótað sterkari sýn og átt dýrmæt samtal. Það þekki ég vel úr ferðum mínum um land allt þar sem ég er reglulega með skrifstofu mína óháð staðsetningu og hef nú þegar heimsótt 25 sveitarfélög og mun halda áfram. Að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á landsbygðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur eða lélegt netsamband. Það skiptir máli að heyra væntingar fólks til einfaldari og betri þjónustu, menntakerfisins og atvinnutækifæra. Vangaveltur um fleiri námstækifæri, öflug þekkingarsetur og meira fjarnám. Það skiptir máli að vita hvað má gera betur og hvernig við höldum áfram að bæta líf fólks og ná árangri. Í hringferðinni sækjum við heim tugi bæja og vinnustaða, höldum opna fundi og mætum í pottinn. Við munum hlusta og eiga árangursrík samtöl við fjölbreyttan hóp fólks, einstaklinga í sjálfstæðum rekstri, frumkvöðla, námsmenn, bændur, sjómenn og stjórnendur. Það er mikið tilhlökkunarefni að eiga samtal við fólk í öllum landsfjórðungum og vinna að því saman að leysa þá krafta sem búa um allt land úr læðingi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun