Eigum við að banna síma í skólum? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:30 Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Alþingi Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun