Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 12:34 Útsýn úr ökumannssæti lyftarans. Bóma lyftarans er í hærri stöðu á myndinni en þegar slysið varð. Mynd breytt af RNSA. RNSA Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli. Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða. Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þann 21. júní árið 2022 barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Þar hafði karlmaður, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Málið hefur dregið nokkurn á eftir sér en ökumaður lyftarans var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og ákveðið var að listaverki Sigurðar Guðmundssonar yrði fundinn nýr staður vegna slyssins. Í orsakagreiningu skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngumála kemur fram að vinnuvélinni hafi verið ekið áfram, meðfram listaverkinu á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, en útsýn úr vinnuvélinni fram á veginn hafi verið takmörkuð vegna fiskikara. Beinir til Múlaþings að tryggja öryggi Á slysstað hafi landnotkun verið blandað saman en skipulag fyrir svæðið einungis gert ráð fyrir hafnarstarfsemi. Ekki hafi verið til deiliskipulag fyrir svæðið við listaverkið. „Samhliða vöntun á þessum skipulagsþáttum var ekki hugað að öryggi almennings. Þá hafði ekki verið unnin umferðaröryggisáætlun fyrir þéttbýlisstaðinn Djúpavog.“ Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Múlaþings að greina og útfæra breytingar til að tryggja öryggi vegfarenda á svæðinu við listaverkið við Víkurland. Hefði átt að aka aftur á bak Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður lyftarans hafi ekki veitt gangandi vegfaranda athygli. Útsýn hans fram á veginn hafi verið skert vegna farms á göfflum vinnuvélarinnar. Þá segir að aðrar orsakir hafi verið að vinnuvélinni var ekið á vinstri vegarhelmingi akbrautarinnar, nærri listaverkinu, vinnuvélinni hafi ekki verið ekið aftur á bak og umferð gangandi vegfarenda og ökutækja á Víkurlandi hafi ekki verið aðgreind. Í vinnuvélakennslu sé lögð áhersla á að aka vinnuvélum aftur á bak þegar farmur á göflum hindrar útsýn ökumanns. Í þessu tilfelli hafi verið um eins kílómetra vegalengd að fara á milli tveggja hafna innan sveitarfélagsins og að hluta til um svæði sem ferðamenn sækja í að skoða.
Múlaþing Samgönguslys Dómsmál Tengdar fréttir Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21 Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. 29. júní 2022 12:21
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41