KSÍ og kynferðisofbeldi Drífa Snædal skrifar 22. febrúar 2024 09:31 Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ. KSÍ er ekki eyland heldur stór stærð í samfélaginu. Þar er fjöldi barna að æfa vinsælustu íþrótt heims og innan þess vébanda verða til hetjur sem fólk lítur upp til. Að taka á ofbeldismálum og karlrembu er því ekki einkamál forystu KSÍ, það er samfélagslegt mál. Það snýst um athafnafrelsi stúlkna og kvenna inni og utan vallar og það snýst um að þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingum af því. Að lokum snýst þetta um jafnréttismál í víðum skilningi, að konur séu ekki settar skör lægra í tekjum, virðingu og rými. Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýjir tímar! Gagnvart litlum hópi landsliðsmanna í knattspyrnu eru ótrúlega hátt hlutfall af kærum, meiri en í öðrum íþróttagreinum og meira en gengur og gerist í samfélaginu í heild. Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja. Það var grein á Vísi eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem hratt af stað atburðarrásinni árið 2021 sem olli formannsskiptum hjá KSÍ. Það er við hæfi að rifja upp lokaorð þeirrar greinar sem víti til varnaðar: ”Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu.” Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ. KSÍ er ekki eyland heldur stór stærð í samfélaginu. Þar er fjöldi barna að æfa vinsælustu íþrótt heims og innan þess vébanda verða til hetjur sem fólk lítur upp til. Að taka á ofbeldismálum og karlrembu er því ekki einkamál forystu KSÍ, það er samfélagslegt mál. Það snýst um athafnafrelsi stúlkna og kvenna inni og utan vallar og það snýst um að þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingum af því. Að lokum snýst þetta um jafnréttismál í víðum skilningi, að konur séu ekki settar skör lægra í tekjum, virðingu og rými. Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýjir tímar! Gagnvart litlum hópi landsliðsmanna í knattspyrnu eru ótrúlega hátt hlutfall af kærum, meiri en í öðrum íþróttagreinum og meira en gengur og gerist í samfélaginu í heild. Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja. Það var grein á Vísi eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem hratt af stað atburðarrásinni árið 2021 sem olli formannsskiptum hjá KSÍ. Það er við hæfi að rifja upp lokaorð þeirrar greinar sem víti til varnaðar: ”Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu.” Höfundur er talskona Stígamóta.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun